Tilkynning frá Dýravakt Matvælastofnunar

  • 11. nóvember 2023
  • Tilkynning
Vegna hættu á eldgosi í eða við Grindavík

Það er hræðilegt ástand sem hefur skapast vegna hættu á eldgosi í eða við Grindavík.

Gleðilega hefur tekist að rýma byggð þannig að ekkert manntjón hefur orðið. Dásamlegt er að sjá að fjöldahjálparstöðvar hafa tekið á móti fólki með gæludýr, Kattholt hefur opnað dyr sínar fyrir ketti, Dýrfinna og Dýrahjálp skaffað búr fyrir þá sem það þurfa osfr. Héraðsdýralæknir Suðvestur-umdæmis er nú að reyna að kortleggja hvar dýr eru enn á svæðinu, fjölda þeirra og aðbúnað.

Ef einhver veit um dýr á staðnum, hvort sem það er köttur í húsi, hænur, sauðfé eða hestar sem dæmi, vinsamlegast senda póst sem fyrst með upplýsingum um nafn og síma eiganda, staðsetningu, tegund dýrs og fjölda og aðbúnað (í húsi eða úti). Upplýsingunum verður miðlað á aðgerðarstjórn í yfirlitsskjali.

Sendið póst með upplýsingum á ellen.ingimundardottir@mast.is

Deilið þessum pósti sem víðast!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar