Tilnefnd ræktunarbú árið 2021

  • 26. nóvember 2021
  • Fréttir
Uppfærður listi!

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 32 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu.

Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi, í ár voru þrjú bú jöfn í tólfta sæti og eru búin því 14 í ár. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna HÉR. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2021 þann 28. nóvember sem vegna samkomutakmarkana verður streymt. Ræktunarbú ársins verður verðlaunað á þeim viðburði.

 

Tilnefnd bú eru eftirfarandi í stafrófsröð:

Austurás, Haukur Baldvinsson, Ragnhildur Loftsdóttir og fjölskylda

Efri-Fitjar, Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson, Tryggvi Björnsson og fjölskylda

Efsta-Sel, Daníel Jónsson og Hilmar Sæmundsson

Fákshólar, Jakob Svavar Sigurðsson, Helga Una Björnsdóttir, Fákshólar ehf

Flugumýri, Eyrún Ýr Pálsdóttir og Teitur Árnason

Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius

Hemla II, Vigni Siggeirsson, Lovísa Herborg Ragnarsdóttir og fjölskylda

Hjarðartún, Óskar Eyjólfsson og fjölskylda

Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble

Prestsbær, Inga og Ingar Jensen

Ragnheiðarstaðir, Helgi Jón Harðarson og fjölskylda

Sauðanes, Ágúst Marinó Ágústsson og fjölskylda

Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir

Stuðlar, Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<