Tilnefningar til hestamanns ársins

  • 12. desember 2025
  • Fréttir
Frestur til að tilnefna rennur út á sunnudag

Nú þegar hafa borist fjölda tilnefninga til hestamanns ársins á vef Eiðfaxa en tilnefningarfrestur rennur út á sunnudagskvöld, 14.desember, á miðnætti. Tekið er við tilnefningum með því að smella á þennan link HÉR.

Í tilnefningunni þarf nafn viðkomandi að koma fram auk upplýsinga um hvers vegna viðkomandi á skilið að vera útnefndur sem maður ársins.

Eiðfaxi hvetur sérstaklega til þess að þeir aðilar sem vinna óeigingjarnt starf fyrir hestamennskuna í formi sjálfboðavinnu eða þeir sem unnið hafa einstök afrek á árinu hljóti tilnefningar.

Farið verður yfir tilnefningar með tilliti til rökstuðnings og fjölda tilnefninga sem hver og einn fær. Á milli þeirra fimm sem fá flestar tilnefningarnar fer svo fram atkvæðagreiðsla á vef Eiðfaxa. Manneskjan sem verður fyrir valinu verður heiðruð í lok árs.

Þetta er í fjórða skipti sem Eiðfaxi stendur fyrir vali á manni ársins úr röðum hestamanna og verður spennandi að sjá hver hlýtur þann heiður árið 2025.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar