Tilnefningar til knapaverðlauna LH

Árni Björn Pálsson var knapi ársins 2024
Uppskeruhátíð hestafólks verður haldin 8. nóvember nk. í Gamla bíó og að vanda verða þar heiðraðir þeir knapar sem náð hafa hvað bestum árangri á árinu.
Keppnisárið 2025 var firnasterkt með mörgum frábærum mótum og sýningum og verður einstaklega spennandi að sjá hverjir munu hljóta hin eftirsóttu knapaverðlaun.
Tilnefnd til verðlauna eru;
Íþróttaknapi ársins:
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
Árni Björn Pálsson
Ásmundur Ernir Snorrason
Helga Una Björnsdóttir
Jakob Svavar Sigurðsson
Gæðingaknapi ársins:
Daníel Jónsson
Gústaf Ásgeir Hinriksson
Hlynur Guðmundsson
Jakob Svavar Sigurðsson
Sigurður Sigurðarson
Skeiðknapi ársins
Árni Björn Pálsson
Hans Þór Hilmarsson
Ingibergur Árnason
Konráð Valur Sveinsson
Sigursteinn Sumarliðason
Efnilegasti knapi ársins
Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal
Kristján Árni Birgisson
Sara Dís Snorradóttir
Védís Huld Sigurðardóttir
Þórgunnur Þórarinsdóttir
Knapi ársins
Allir tilnefndir í fullorðinsflokkum koma til greina