Tímavélin – Atli og Ormur

  • 3. október 2020
  • Fréttir
Atli Ormur LM2000

Atli Guðmundsson og Ormur frá Dallandi á Landsmóti í Reykjavík árið 2000.

Tímavélin fer að þessu sinni til ársins 2000 en þá var haldið Landsmót hestamanna í Reykjavík í fyrsta skipti. Mótið þótti takast afar vel og eins og alltaf komu fram margir glæstir gæðingar. Ein af stjörnum mótsins var Ormur frá Dallandi, sem sigraði A-flokk gæðinga. Knapi hans þá var Atli Guðmundsson og í viðtali í 6. tölublaði Eiðfaxa 2000 segir Atli svo frá Ormi:

„Þetta er hestur sem gerir alltaf það sem þú biður hann um. Aðall hans er geðslagið og viljinn. Það besta í þessum hesti eru ekki hinar miklu hreyfingar eða gangtegundirnar, þótt það sé auðvitað úrval, heldur geðslagið, það er hægt að treysta honum.“

„Ormur var fæddur mjög ljótur, þess vegna er hann nú geldingur. Þegar hann var tveggja vetra gamall tók hann ansi góða syrpu fyrir okkur, hljóp þá um á þeim gangi sem hann fer á í dag. Þá sáum við að þetta var óvenjulegt hestefni. “

Þess má til gamans geta að þrátt fyrir að Ormur væri geldingur, þá var hann sýndur í kynbótadómi árið 1999 og hlaut hann fyrir sköpulag 7,90 og fyrir hæfileika hvorki meira né minna en 9,19, þ.á.m. 9,5 fyrir brokk og 10 fyrir geðslag. Þessi mikli gæðingur var felldur árið 2017, 25 vetra gamall.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar