TÍMAVÉLIN – Frumraun Konserts frá Hofi

  • 15. janúar 2021
  • Sjónvarp

Tímavél Eiðfaxa stoppar að þessu sinni á árinu 2014. Þá um vorið var haldin glæsileg Stóðhestaveisla á Ingólfshvoli þar sem rjómi íslenskra stóðhesta sýndi listir sínar.

Meðal atriða var afkvæmasýning Óms frá Kvistum þar sem þrjú efnileg afkvæmi hans voru til sýnis. Þetta voru þau Sif frá Akugerði, Brák frá Hrauni og síðast en ekki síst ungur og ósýndur stóðhestur á fjórða vetur sem greip augað. Þar var kominn Konsert frá Hofi sem seinna þetta ár vann fjögurra vetra flokk stóðhesta á Landsmóti á Hellu með glæsibrag.

Konsert er nú farinn af landi brott og mun hann eflaust gleðja augað á erlendri grundu á næstu misserum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar