TÍMAVÉLIN – Nýir tamningamenn frá níunda áratug síðustu aldar

  • 8. apríl 2021
  • Fréttir

Tímavél Eiðfaxa spólar aftur til ársins 1988 að þessu sinni. Í 6. tölublaði Eiðfaxa það ár er að finna litla frétt þar sem nýir tamningamenn FT eru kynntir til sögunnar eða eins og segir í textanum:

„Þetta ágæta fólk lauk við síðari hluta inntökuprófs í Félag tamningamanna laugardaginn 4. júní sl. Eiðfaxi óskar þeim til hamingju og vonar að störf þeirra verði farsæl og hestamennskunni til hagsbóta.“

Óhætt er að segja að vonir Eiðfaxa hafi ræst en hér fyrir neðan má sjá mynd af þessum föngulega hóp.

Nýir tamningamenn FT árið 1988. Frá vinstri: Guðmundur Einarsson, Hinrik Bragason, Atli Guðmundsson, Örn Karlsson, Björg Ólafsdsóttir, Hafliði Halldórsson, Jón Gísli Þorkelsson og Magnús Norðdahl.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<