TÍMAVÉLIN – Olil og Snjall

  • 17. desember 2020
  • Fréttir

Olil Amble með höfðingjana Fleyg frá Kirkjubæ og Snjall frá Gerðum. Mynd: Jens Einarsson

Tímavélin brunar aftur til 1986 að þessu sinni, en í 4.tbl Hestsins okkar það ár var viðtal við unga norska tamningakonu, Olil Amble,  sem hafði komið til Íslands til að vinna við hross árið 1980, þá aðeins 17 ára gömul. Í þessu skemmtilega viðtali segir Olil frá kynnum sínum af mönnum og hestum hér á Íslandi, meðal annars af ofurtöltaranum Snjalli frá Gerðum sem vann marga frækna sigra á. Grípum niður í viðtalið um það hvernig sá hestur komst í hennar hendur:

Olil Amble og Snjall. Við hlið hennar stendur eigandinn, Guðni Kristinsson í Skarði. Mynd: Jens Einarsson

Það var þannig að Guðni (Kristinsson í Skarði) var búinn að kaupa eitthvað af hrossum á Gerðum ’82. Ég var stödd hér í Skarði þá. Nú, Kristinn (Guðnason) er að fara sækja þessi hross niður eftir og ég fer með Guðna. Þegar við keyrðum heim að Gerðum voru hross þar meðfram veginum, og þá var það að Snjall reisti sig upp og horfði svona á okkur. Þetta var mjög sérstakt og hann var mjög fallegur. Svo brokkar hann svona „djöfull“ vígalega af stað og ég segi við Guðna. Sjáðu þennan, sjáðu hvað hann er flottur. Og Guðni, hva, hva, hva, hvaða hestur, við kaupum hann. Við keyrðum síðan heim að bænum og á meðan verið var að koma hinum hrossunum á bílinn segir Guðni mér að fara og finna hestinn sem mér leist svo vel á. Ég labbaði út í stóðið og var lengi að finna hann því það var svo mikið af bleikálóttum hrossum þarna en svo fann ég hann fyrir rest. Hann var dýr þá miðað við að vera ótaminn og menn efuðust um að væri tölt í honum. Svo byrja ég að temja hann og hann er ofsalega klárgengur og ég var búin að reyna mikið lengi við hann. Ég byrjaði með hann í nóvember og hann brokkar alveg fram í febrúar-mars. En svo þegar töltið kom og hann var loksins búinn að skilja hvað hann átti að gera þá var þetta alveg opið fyrir honum.“

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar