Tippari vikunnar Tippari vikunnar Haukur Baldvinsson

  • 5. ágúst 2022
  • Fréttir
Enska úrvalsdeildin hefst í dag – Tippari vikunnar 1. umferð

Fyrsti umferð enska boltans hefst í dag og hefur Eiðfaxi að því tilefni sett af stað keppnina um Tippara vikunnar í samstarfi við Remax fasteignasölu.

 

Það er Haukur Baldvinsson  sem ríður á vaðið og spáir í leikina í fyrstu umferðinni. Hauk þekkja hestamenn vel, hann á og rekur Toyota Selfossi og ræktar hross frá Austurási þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni. Haukur er annað árið í röð Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum á hesti sínum Sölva frá Stuðlum.

Haukur hefur mikinn áhuga á íþróttum almennt og fylgist vel með enska boltanum og er Liverpool hans lið.

 

 

Hér að neðan er spá Hauks:

 

Crystal Palace 0–3 Arsenal 

Þessi leikur fer 0-3 fyrir Arsenal sem eiga eftir að koma frekar sterkir inní þetta tímabil, á von á því að Jesú pétur skori sína fyrstu þrennu fyrir Arsenal og það verði frítt í klippingu á laugardaginn hjá Kjartani og félögum í tilefni sigursins.

 

Fulham 0-3 Liverpool 

Þarna eru mínir menn að byrja með góðan sigur 0-3 , Liverpool lítur gríðarlega vel út fyrir þetta tímabil með sinn sterka hóp og skemmtileg viðbót að fá Nunez í hópinn sem ég held að eigi eftir að koma inn með stæl.

 

AFC Bournemouth 1-2 Aston Villa 

Þessi leikur er að fara 1-2 fyrir okkar manni Steven Gerrard sem er að æfa sig að þjálfa áður en hann snýr aftur til Liverpool einn daginn.

 

Leeds United 1-1 Wolverhampton 

Veit ekki alveg með þennan leik, Leeds menn voru orðnir hálf daprir í fyrra en ég spái þessum leik 1-1 ( held samt að Úlfarnir vinni )

 

Newcastle United 2-0 Nottingham Forest 

Hér gæti orðið skemmtilegur leikur, nýríkasta liðið á móti nýliðum, spái þessum leik 2-0 fyrir Newcastle.

 

Tottenham Hotspur 2-1 Southampton 

Hér mæta Spurs menn og fara með sigur, spái þessum leik 2-1 og veðjum á Kane og Son með mörkin.

 

Everton 0-3 Chelsea 

Hér munum við sjá Chelsea menn fara með léttan sigur 0-3

 

Leicester City 2-0 Brentford 

Veit ekki alveg með þennan en hef trú á því að Leicester fari með sigur 2-0

 

Manchester United 3-0 Brighton & Hove Albion 

Búið að vera bölvað bras hjá ManU en hef nú samt trú á að þeir séu að stíga upp, verður léttur sigur hjá þeim í fyrsta leik 3-0 og portúgalski sjarmörinn með 1 mark. Hinni Braga verður hoppandi kátur og mun bjóða uppá fría reiðtíma á Árbakka eftir leik til ca 19:00

 

West Ham United 1-3 Manchester City 

Það er nú seigla í Hömmrunum en held samt að það muni ekki duga á móti City sem tekur þennan leik 1-3

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar