Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Steindór Guðmundsson

  • 26. september 2020
  • Fréttir
Þriðja umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í dag.

Þá er komið að þriðju umferð Tippara vikunnar í boði Sport og Grill Smáralind.

 

 

Í síðustu viku var það Ingibjörg Guðmundsdóttir og félagar sem voru með sex rétta.

Tippari þriðju umferðar er Steindór Guðmundsson 49 ára bílasali hjá IB ehf Selfossi, alþjóðlegur hestaíþróttadómari, sjónvarpsþula og knapi með tuttugasta besta árangur í tölti T1 árið 2020 á 6 vetra heimaræktuðum gæðingi.

 

Steindór og Hallsteinn frá Hólum sem fór í 7.40 í T1, aðeins 6.v

 

„Hér að neðan kemur spáin mín fyrir getraunavikuna, ég eins og Ingibjörg fékk utankomandi aðstoð frá miklum sérfræðingi um Enska boltann en hann heitir Guðmundur Steindórsson JR og þar kemur maður sko ekki að tómum kofanum þökk sé taumlausri spilun í FIFA“ (Mál til komið að þessi tölvuspilun skilaði sér á einhvern hátt ) 🙂

Spá Steindórs:

Brighton & Hove Albion 1-2 Manchester United, laugardag kl 11:30
Graham Potter og hans menn eru búnir að spila vel undanfarna leiki en Man U vinnur þennan leik, Martial með bæði mörkin

Crystal Palace 1-3 Everton, laugardag kl 14:00
Bæði lið eru búinn að byrja vel í deildinni en sóknarleikur Everton vinnur þennan leik fyrir þá. Richarlison með 1 og DCL með tvennu.

West Bromwich Albion 0-4 Chelsea, laugardag kl 16:30
Chelsea voru að næla sér í nýjan markmann og eru pirraðir eftir Liverpool leikinn. Þeir vinna þetta öruggt.

Burnley 0-1 Southampton, laugardag kl 19:00
Þetta verður leiðinlegasti leikur vikunnar,
Bæði lið fá dauðafæri en Southampton er eina liðið sem nær að nýta sér það.

Sheffield United 2-3 Leeds United, sunnudag kl 11:00
Þetta verður hörkuleikur, Sheffield búnir að vera slakir í byrjun tímabilsins en Leeds búnir að vera að hleypa inn fullt af mörkum. Bamford með tvennu fyrir Leeds.

Tottenham 4-2 Newcastle United, sunnudag kl 13:00
Þetta verður mjög skemmtilegur leikur, bæði lið búinn að vera mjög sterk sóknarlega en Harry Kane og Son vinna þetta með þeirra góða samspili. Son og Kane báðir með tvö mörk.

Manchester City 3-1 Leicester City, sunnudag kl 15:30
City vinnur þetta öruggt eftir heimsklassa frammistöðu frá De Bruyne. Vardy með 1 mark í lokin fyrir Leicester.

West Ham United 1-2 Wolverhampton, sunnudag kl 18:00
West Ham vantar Issa Diop og David Moyes vegna Covid, Antonio skorar eitt en það verður ekki nóg gegn sterku Wolves liði.

Fulham 2-2 Aston Villa, mánudag kl 17:00
Þetta verður jafn leikur, bæði lið með fína sókn en slaka vörn, það verða tvö rauð spjöld í þessum leik. Mitrovic með tvennu.

Liverpool 3-1 Arsenal, mánudag kl 19:00
Stórleikur umferðarinnar, Arsenal búnir að vinna síðustu tvö skiptin. Liverpool byrjar Thiago á miðjunni og Fabinho í hafsent Thiago stjórnar leiknum frá byrjun til enda. Mane með 2 og Firmino með 1.

 

LEGENDARY mynd frá Norway Cup 1987 þar sem Selfossliðið komumst alla leið í 16 liða úrslit.

 

Staðan:

Þórir Örn Grétarsson 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar