Greitt stökk – Tíu hross hlutu 9,5

  • 13. september 2020
  • Fréttir

Arthúr frá Baldurshaga hlaut 9,5 fyrir greitt stökk með einkunnarorðunum Mikill fótaburður - Skrefmikið - Svifmikið - Ferðmikið mynd; Louisa Hackl

Nú þegar kynbótasýningum er lokið hér heima og einungis ein sýning er eftir í Evrópu er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa er Greitt stökk

Til þess að fá glögga mynd af því eftir hverju er verið að leita þegar eiginleikinn er metin er gripið niður í stigunarkvarða einstaklingadóma og lýsing á einkunninni 9,5-10 í þeim eiginleikum sem teknir eru fyrir hverju sinni.

Alls hlutu 10 hross einkunnina 9,5 fyrir greitt stökk í ár en ekkert hross hlaut 10,0.

Greitt stökk

Stökk skal sýnt á þeim mesta hraða þar sem hesturinn ræður við að ganga í jafnvægi, þar sem hraðaaukning frá hægu upp í mestu ferð er sýnd. Greinileg hraðaaukning í góðu jafnvægi getur vegið til hækkunar á einkunn og eins ef sýnd er jafnvægisgóð niðurhæging. Full sprettlengd er 150 metrar (75 metrar hjá fjögurra vetra hrossum).

9,5 – 10

Taktgott, skrefmikið, afar mjúkt stökk með góðu svifi og miklu gegnumflæði og fjaðurmagni í hreyfingum. Hesturinn hreyfir sig í jafnvægi með háum, léttum hreyfingum og nær mikilli ferð. Hann lyftir sér vel að framan, kreppir afturhlutann og stígur langt inn undir sig. Hesturinn hefur burð í baki og langa og mjúka yfirlínu.

 

Listi yfir þau hross sem hlutu 9,5 fyrir greitt stökk

 

Nafn Uppruni Einkunn
Falinn Vivildgard 9,5
Arthúr Baldurshaga 9,5
Hnokki Eylandi 9,5
Ísrún Kirkjubæ 9,5
Fenrir Feti 9,5
Bryðja Barkarstöðum 9,5
Tími Breiðabólstað 9,5
Hannibal Þúfum 9,5
Lýdís Eystri-Hól 9,5
Hlökk Strandarhöfði 9,5

 

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar