Tíu stóðhestar hljóta 1.verðlaun fyrir afkvæmi

  • 3. janúar 2020
  • Fréttir
Allir þeir stóðhestar sem nú hljóta 1.verðlaun fyrir afkvæmi í Danmörku eru fæddir á Íslandi

Eiðfaxi fjallaði um það í gær hvaða stóðhestar hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi en það voru þeir Garri frá Reykjavík, Jarl frá Miðkrika og Álfasteinn frá Selfossi. Við sama tilefni hlutu 10 stóðhestar 1.verðlaun fyrir afkvæmi. Allir eiga þessir hestar það sameiginlegt að vera fæddir á Íslandi.

Yngstur þeirra stóðhesta sem hlýtur 1.verðlaun í Danmörku er Viti frá Kagaðarhóli en hann er fæddur árið 2007 og er því 12.vetra gamall. Elsti hesturinn er hinsvegar Sjóli frá Dalbæ sem er 23.vetra.

Nú í haust hafa mörg lönd heiðrað þá stóðhesta sem náð hafa afkvæmalágmörkum. Það vekur þó athygli að ennþá eru tveir stóðhestar sem ekki hafa hlotið verðlaunin, þrátt fyrir að hafa náð lágmörkum.

Þetta eru þeir Þokki frá Kýrholti sem hefur náð lágmörkum til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi og Trúr frá Auðsholtshjáleigu sem hefur náð lágmörkum til 1.verðlauna fyrir afkvæmi. Báðir eru þessi stóðhestar skráðir í Noregi.

Hestarnir sem hlutu þennan heiður eru eftirfarandi.

 

Nafn og Aldur Fjöldi dæmdra afkvæma Aðaleinkunn kynbótamats
Glotti frá Sveinatungu – 17.vetra 35 122
Tjörvi frá Sunnuhvoli – 17.vetra 18 121
Héðinn frá Feti – 15.vetra 18 121
Viti frá Kagaðarhóli –  12.vetra 23 121
Kappi frá Kommu – 15.vetra 43 120
Ágústínus frá Melaleiti – 17.vetra 37 119
Ljóni frá Ketilsstöðum – 15.vetra 16 119
Grímur frá Efsta-Seli – 13.vetra 16 119
Sjóli frá Dalbæ – 23.vetra 30 118
Hnokki frá Fellskoti – 16.vetra 46 118

 

Á myndinni er Viti frá Kagaðarhóli og Gísli Gíslason á LM2011. Ljósmyndari: Kolbrún Grétarsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<