Tjaldsvæði á Landsmóti á Hólum
Líkt og áður munu að sjálfsögðu allir gestir sem kaupa miða á Landsmót fá tjaldsvæði án endurgjalds. Þar mun hins vegar ekki vera aðgangur að rafmagni.
Þau sem vilja kaupa sérstök tjaldsvæði með aðgengi að rafmagni geta nú keypt þau inni á tix.is og á landsmot.is. Alls verða um 500 tjaldvæðareitir til sölu og hverjum reit fylgir ein rafmagnsinnstunga.
Á Tix.is er hægt að velja reiti en til gamans hefur reitunum verið raðað upp í götur sem bera nöfn frægra skagfirskra hrossa. Veljið „finna miða“ og síðan „skoða/breyta sætum“ til að velja reit.
Sérstakt forsölutilboð er á rafmagnstjaldsvæðum til áramóta, þau kosta nú 29.900 fyrir alla mótsvikuna en eftir áramót munu þau kosta kr. 34.900, sem er sama verð og á síðasta Landsmóti.
www.landsmot.is
Tjaldsvæði á Landsmóti á Hólum
Skagfirðingur hlýtur æskulýðsbikar LH 2025
„Setja allt sýningar- og keppnishald vorsins í óþarfa spennitreyju“