Tilnefningar til ræktunarbú ársins
Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 57 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu.
Tilnefnd eru tólf efstu bú ársins að loknum útreikningi. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna inn á heimasíðu Bændasamtaka Íslands, bondi.is. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2024 sem haldin verður í Félagsheimili Fáks í Víðidal laugardaginn 12. október næstkomandi og byrjar kl. 13:00.
Ræktunarbú ársins verður svo verðlaunað á Uppskeruhátíð hestamanna sem verður haldin í Gullhömrum um kvöldið.
Í stafrófsröð eru tilnefnd bú:
Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og fjölskylda
Efri-Fitjar, Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson, Jóhannes Geir Gunnarsson og Tryggvi Björnsson
Fet, Karl Wernersson, Bylgja Gauksdóttir og Ólafur Andri Guðmundsson
Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius
Grund II, Örn Stefánsson
Hjarðartún, Óskar Eyjólfsson, Bjarni Elvar Pétursson og Kristín Heimisdóttir
Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble
Leirulækur, Guðrún Sigurðardóttir og Sigurbjörn Jóhann Garðarsson
Margrétarhof, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Reynir Örn Pálmason og Montan fjölskyldan
Skipaskagi, Jón Árnason, Sigurveig Stefánsdóttir og fjölskylda
Sumarliðabær 2, Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir
Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth