Landsmót 2024 Töltarar í kvöldsólinni

  • 4. júlí 2024
  • Fréttir

Árni Björn Pálsson og Kastanía frá Kvistum eftir sýningu sína í kvöld Mynd: Freydís Bergsdóttir

Það var mikil stemming í brekkunni í Víðidalnum í kvöld þegar forkeppni í tölti fór fram.

Fyrir mörgum er töltið einn af hápunktur Landsmóts og urðu áhorfendur ekki fyrir vonbrigðum en hver glæsisýningin var riðin á eftir hvor annarri

Árni Björn Pálsson og Kastanía frá Kvistum eru efst eftir forkeppni í tölti með 8,77. Jakob Svavar er annar á Skarp frá Kýrholti með 8,50 í einkunn og Teitur Árnason þriðji á Fjalari frá Vakurstöðum með 8,47.

B úrslit verða annað kvöld kl 20:15 og a úrslitin verða á laugardaginn kl. 21:10. Það verður spennandi að sjá hvort Árni Björn lyfti töltbikarnum fimmta mótið í röð eða hvort það verði einhver annar.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr forkeppninni

Tölt T1 – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Árni Björn Pálsson Kastanía frá Kvistum Fákur 8,77
2 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti Dreyri 8,50
3 Teitur Árnason Fjalar frá Vakurstöðum Fákur 8,47
4-5 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli Jökull 8,37
4-5 Mette Mannseth Hannibal frá Þúfum Skagfirðingur 8,37
6 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum Geysir 8,27
7 Flosi Ólafsson Röðull frá Haukagili Hvítársíðu Borgfirðingur 8,13
8-9 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Sleipnir 8,10
8-9 Kristín Lárusdóttir Strípa frá Laugardælum Kópur 8,10
10 Teitur Árnason Dússý frá Vakurstöðum Fákur 7,97
11 Þorgeir Ólafsson Auðlind frá Þjórsárbakka Geysir 7,93
12-13 Jón Ársæll Bergmann Heiður frá Eystra-Fróðholti Geysir 7,80
12-13 Helga Una Björnsdóttir Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku Þytur 7,80
14 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum Máni 7,73
15 Viðar Ingólfsson Vonandi frá Halakoti Fákur 7,57
16 Benjamín Sandur Ingólfsson Elding frá Hrímnisholti Fákur 7,47
17-18 Arnhildur Helgadóttir Vala frá Hjarðartúni Geysir 7,43
17-18 Hanne Oustad Smidesang Tónn frá Hjarðartúni Sleipnir 7,43
19 Ásmundur Ernir Snorrason Aðdáun frá Sólstað Geysir 7,33
20-21 Bylgja Gauksdóttir Goði frá Garðabæ Geysir 7,27
20-21 Þorgeir Ólafsson Náttrún frá Þjóðólfshaga 1 Geysir 7,27
22 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Þór frá Hekluflötum Sörli 7,20
23-24 Jóhann Kristinn Ragnarsson Karólína frá Pulu Sprettur 7,00
23-24 Ólafur Ásgeirsson Fengsæll frá Jórvík Geysir 7,00
25 Hjörtur Ingi Magnússon Viðar frá Skeiðvöllum Skagfirðingur 6,87
26 Viðar Ingólfsson Bylur frá Kvíarhóli Fákur 6,83
27 Hulda Gústafsdóttir Flauta frá Árbakka Fákur 6,77

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar