Tölum sama tungumálið!

  • 9. febrúar 2020
  • Sjónvarp Fréttir
Fróðlegur og skemmtilegur dagur í Fákaseli

Það var mikil eftirvænting meðal þeirra hestamanna sem komu saman í Fákaseli í gær til þess að fylgjast með sýnikennslu, þar sem Julio Borba ásamt samstarfsfólki sínu, sýndi uppbyggingu og þjálfun hesta frá fyrstu skrefum tamningar.

Þétt var setið enda seldust miðar upp á sýninguna í forsölu. Margir frábærir hestar og knapar komu við sögu og var sýnikennslan yfirgripsmikil.

Rauði þráðurinn í sýnikennslunni var mikilvægi þess að tala sama „tungumálið“ við hestinn frá fyrstu stundu, með því að notast við sama ábendingakerfið öðlumst við skilning og virðingu hestanna.

Um kvöldið fór svo fram hátíðarsýning (e. Gala show) þar sem margir af fremstu knöpum landsins léku listir sýnar undir fallegu undirspili og söngi Jóhönnu Guðrúnar og Davíðs Sigurgeirssonar. Mörg atriðin spiluðu á tilfinningar fólks og var þeim vel tekið.

Eiðfaxi mun fjalla um þennan skemmtilega og fróðlega dag í næsta tímariti Eiðfaxa sem kemur út í byrjun mars.

Með því að skoða myndbandið sem fylgir fréttinni má sjá stutt brot af því sem fram fór í gær.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<