Töluvert flutt út af 1.verðlauna hryssum

  • 10. desember 2019
  • Fréttir
Alls hafa fimmtíu og fimm 1.verðlauna hryssur verið fluttar úr landi, það sem af er ári

Það sem af er ári hafa 140 1.verðlauna hross verið flutt úr landi til 11 mismunandi landa. Af þessum 140 hrossum eru 55 1.verðlauna hryssur. Þeirra hæst dæmd er Elja frá Sauðholti 2 sem var fulltrúi Íslands á Heimsmeistaramótinu í Berlín í floki sjö vetra og eldri hryssa. Næst hæst dæmda útflutta hryssan er Eyrún Ýr frá Forsæti sem var fulltrúi Íslands í flokki sex vetra hryssa.

Meðaltal aðaleinkunnar útfluttra hryssa er 8,15. Elsta hryssan er fædd árið 1998 og er því 21.vetra en yngsta hryssan er fimm vetra gömul. Flestar hryssur voru fluttar til Þýskalands eða 25 talsins, 14 fóru til Danmerkur, 5 til Svíþjóðar, 4 til Austurríki, 3 til Sviss, 2 til Finnlands og ein til Hollands og Bandaríkjanna.

Lista yfir allar útfluttar 1.verðlauna hryssur má finna hér fyrir neðan

 

Nafn Uppruni Land Aðaleinkunn
Elja Sauðholti 2 CH 8,76
Eyrún Ýr Hásæti DK 8,60
Þrúgur Skálakoti DK 8,52
Brák Hrauni DE 8,42
Orka Kvíarhóli DK 8,36
Þöll Vík í Mýrdal FI 8,31
María Syðstu-Fossum DE 8,28
Kyrrð Efri-Fitjum DE 8,26
Vordís Neðri-Hrepp DE 8,25
Júlía Hamarsey DE 8,21
Heiðrún Hellubæ US 8,21
Atorka Hlemmiskeiði 3 DK 8,20
Eldey Þjórsárbakka DE 8,20
Elding Strönd II DK 8,19
Sóley Skeiðvöllum DK 8,19
Dáð Hjarðartúni DE 8,19
Dís Dalvík FI 8,18
Herdís Lönguhlíð DK 8,18
Líney Þjóðólfshaga 1 CH 8,16
Æska Feti DE 8,16
Yrpa Kílhrauni DK 8,15
Bjarkey Blesastöðum 1A DE 8,13
List Syðri-Reykjum DE 8,13
Ármey Selfossi SE 8,12
Dimmalimm Árbakka AT 8,11
Kolka Klukku SE 8,11
Nútíð Koltursey AT 8,11
Lind Dalbæ NL 8,11
Finna Kirkjubæ DK 8,10
Hringagnótt Berglandi I SE 8,09
Þöll Haga AT 8,08
Kolskör Vestra-Geldingaholti DE 8,08
Ljósbrá Hruna DK 8,07
Freydís Syðri-Ey DK 8,07
Koltinna Varmalæk DE 8,07
Auður Aðalbóli 1 DE 8,06
Frænka Holtsmúla 1 DK 8,05
Glóð Háholti DK 8,05
Hvella Ásmundarstöðum 3 DE 8,05
María Hlín Feti DE 8,05
Djörfung Hólabaki DE 8,04
Hviða Túnsbergi DE 8,04
Svala Steinnesi DE 8,03
Sókn Skíðbakka I CH 8,03
Embla Feti DK 8,03
Mörk Hrafnkelsstöðum 1 DE 8,02
Etna Gauksmýri DE 8,02
Flauta Litla-Garði DE 8,02
Þrá Akrakoti SE 8,02
Sóley Reykjavík DE 8,01
Ósk Hafragili DE 8,01
Salka Litlu-Tungu 2 DE 8,01
Tign Steinsholti AT 8,01
Framtíð Hléskógum SE 8,00

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<