Tryggðu þér Eiðfaxa heim að dyrum

  • 18. október 2020
  • Fréttir

Fjórar útgáfur Eiðfaxa á árinu hingað til en við þetta safn munu bætast Eiðfaxi Haust og viðamikil Árbók

Styrkjum æskulýðsstarf hjá þínu hestamannafélagi

Eiðfaxi hefur á síðustu mánuðum fengið hlýjar kveðjur frá áskrifendum og kaupendum blaðsins, þar sem þeir lýsa ánægju með þróun þess á árinu, bæði hvað varðar efnistök, útlit og skemmtanagildi. Af því tilefni vill Eiðfaxi að blaðið nái til fleiri hestamanna, því efnið á erindi til fólks á öllum aldri.

Hestamannafélög víða um land eru komin í samstarf við Eiðfaxa. Þau safna áskriftum á sínu svæði og fá 5.000 kr af hverri ársáskrift í sinn hlut. Það er því til mikils að vinna og geta æskulýðsdeildir félaganna sannarlega náð inn góðum sjóði úr átakinu ef vel er haldið á spilunum.

Áskrifendur Eiðfaxa fá fjögur blöð á ári, Vetur, Vor, Sumar og Haust auk Árbókar Eiðfaxa í desember og ávísun að Stóðhestabók Eiðfaxa í apríl. Fyrstu áskrifendurnir í hverju félagi fá að auki tölublöð árins 2020 að gjöf á meðan að birgðir endast! Allir áskrifendur hafa svo aðgang að Minn Eiðfaxi á vef Eiðfaxa, hvar hægt er að fletta eldri tölublöðum blaðsins að vild.

Svona ferð þú að:

– Þú skráir þig í áskrift að Eiðfaxa hjá þínu hestamannafélagi fyrir 31. október 2020.

– Áskriftargjaldið er 1.690 kr. á mánuði og fyrsta áskriftargjald verður sent út í nóvember.

– Eftir 12 mánaða áskriftartímabil mun Eiðfaxi styrkja barna- og unglingastarfið í þínu hestamannafélagi með 5.000 kr. styrk í þínu nafni.

Smáa letrið: Ofangreint gildir aðeins um nýjar áskriftir að Eiðfaxa. Styrktargreiðsla miðast við greiðandi áskrift viðkomandi í að minnsta kosti 12 mánuði. Ef það tímabil næst ekki, fellur styrkurinn niður. Áskriftartímabil er ótímabundið en þú getur að sjálfsögðu sagt upp þinni áskrift hvenær sem er.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<