Trymbill á Kvistum í Ölfusi í sumar

  • 14. maí 2024
  • Fréttir

Mette Mannseth og Trymbill á Skeiði í A-flokki á Fjórðungsmóti 2017

Notkunarupplýsingar stóðhesta

Heiðursverðlaunastóðhesturinn Trymbill frá Stóra-Ási verður til notkunar að Kvistum í Ölfusi. Trymbill er undan Þokka frá Kýrholti og heiðursverðlaunahryssunni Nótu frá Stóra-Ási.

Hann hlaut í sínum hæsta kynbótadómi 7,90 fyrir sköpulag, 9,01 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,57. Trymbill hlaut m.a.10 fyrir skeið, 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9,0 fyrir tölt, hægt tölt og fegurð í reið. Hann hefur gert það gott í hinum ýmsu keppnisgreinum bæði í íþrótta- og gæðingakeppni. Hann hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti 2022 þar sem segir m.a.:

Afkvæmin eru hágeng, næm og þjál og eiga auðvelt með góðan höfuðburð. Trymbill frá Stóra-Ási gefur flink og fríð léttleikahross

Benedikt G. Benediktsson að Kvistum hafði þetta um Trymbil að segja:

„Aðal ástæða þess að ég fékk  Trymbil í notkun hérna hjá mér á Kvistum er sú að ég hef átt í erfiðleikum með að koma fyli í mína bestu hryssu Lukku frá Stóra-Vatnsskarði og hún þolir illa að fara að heiman og fyljast helst ekki nema hérna á staðnum eða verður í það minnsta að sjá heim, er heimakær eins og eigandinn. Þá fékk ég þá frábæru hugmynd að leita til Gísla og Mette á Þúfum og var auðsótt mál að fá hestinn suður og er hann mættur á svæðið og verður fram á haust. Trymbill er líka það sem ég leita að fyrir mínar hryssur burðarmikill og flinkur alhliðagæðingur sem gefið hefur mörg úrvalshross. Hann verður leiddur í hryssur hérna á Kvistum í Ölfusi og verð á folatoll er 140.000 án uppihalds og sónunar og 175.000 staðfestingarsónun og uppihald 10% afsl er veittur ef 2 hryssur eða fleiri eru frá sama eiganda.“

Allar upplýsingar veitir Benni í síma 8989151 og á netf benni@lukka.is og svo er hann á bls 39 í stóðhestabókinni góðu .

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar