Tvær hryssur hlutu 10 og 12 til viðbótar 9,5 fyrir stökk

  • 21. október 2024
  • Fréttir

Gummi Björgvins hleypir Eddu á Landsmóti í sumar. Ljósmynd: KollaGr

Kynbótaárið gert upp í einstökum eiginleikum

Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa og beinum sjónum okkar að er skeið greitt stökk.

Stökk skal sýnt á þeim mesta hraða þar sem hesturinn ræður við að ganga í jafnvægi, þar sem hraðaaukning frá hægu upp í mestu ferð er sýnd. Greinileg hraðaaukning í góðu jafnvægi getur vegið til hækkunar á einkunn og eins ef sýnd er jafnvægisgóð niðurhæging. Full sprettlengd er 150 metrar (75 metrar hjá fjögurra vetra hrossum).

Tvær hryssur hlutu 10,0 fyrir stökk á árinu en báðar eru þær sex vetra gamlar. Þetta voru Edda frá Rauðalæk og Díana frá Bakkakoti.  Edda er undan Kiljani frá Steinnesi og Elísu frá Feti en hún var sýnd af Guðmundi Björgvinssyni. Díana er undan Frama frá Ketilsstöðum og Brynju frá Bakkakoti og var sýnd af Jóni Ársæli Bergmann.

 

Nafn  Uppruni í þgf. Faðir Móðir
Arney Ytra-Álandi Skýr frá Skálakoti Erla frá Skák
Baldvin Margrétarhofi Kveikur frá Stangarlæk Gletta frá Margrétarhofi
Díana Bakkakoti Frami frá Ketilsstöðum Brynja frá Bakkakoti
Edda Rauðalæk Kiljan frá Steinnesi Elísa frá Feti
Hetja Hestkletti Glúmur frá Dallandi Hafdís frá Skeiðvöllum
Hinrik Hásæti Herkúles frá Ragnheiðarstöðum Maístjarna frá Forsæti
Hnota Þingnesi Arion frá Eystra-Fróðholti Spá frá Þingnesi
Hulinn Breiðstöðum Kveikur frá Stangarlæk Díana frá Breiðstöðum
Kór Kálfhóli 2 Viti frá Kagaðarhóli Veröld frá Kálfhóli 2
Kvika Hrafnshóli Kveikur frá Stangarlæk Skíma frá Kvistum
Logi Svignaskarði Ísak frá Þjórsárbakka Kveikja frá Svignaskarði
Logi Staðartungu Eldur frá Bjarghúsum Skuggsjá frá Staðartungu
Sólon Ljósalandi í Kjós Herkúles frá Ragnheiðarstöðum Nótt frá Þorláksstöðum
Valbjörk Valstrýtu Ljósvaki frá Valstrýtu Snót frá Fellskoti

 

Fyrri umfjallanir um 9,5-10 fyrir einstaka eiginleika:

9,5-10 fyrir höfuð

9,5-10 fyrir háls, herðar og bóga

9,5-10 fyrir bak og lend

9,5-10 fyrir samræmi

9,5-10 fyrir fótagerð

9,5-10 fyrir hófa

10,0 fyrir prúðleika

9,5-10 fyrir tölt

9,5-10 fyrir brokk

9,5-10 fyrir skeið

9,5-10 fyrir samstarfsvilja

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar