Tveir íslenskir hestar fallnir vegna Herpesveiru
Á vefsíðu IPZV birtist í gær frétt þess efnis að Herpes vírusinn,sem gengið hefur um evrópu og sett strik í reikninginn í mótahaldi annarra hestakynja, hefur fundist nú á a.m.k. fjórum búgörðum í Þýskaland þar sem íslenskir hestar eru haldnir.
Nú þegar hefur þurft að fella tvo íslenska hesta vegna sjúkdómsins.
Ljóst er að fréttirnar eru reiðarslag fyrir íslenska hestasamfélagið og líklegt þykir að fréttir þessar munu hafa áhrif á mótahald. Þetta er þörf áminning á þeim forréttindum sem við njótum hér á Íslandi hvað búfjársjúkdóma varðar, megi það vera svoleiðis um ókomna tíð.