Tveir stóðhestar á Íslandi nú með 9,5 fyrir háls, herðar og bóga

  • 8. júní 2021
  • Fréttir

Kynbótasýningar fara nú fram hér á landi á þremur stöðum í Hafnarfirði, Akureyri og á Hellu.

Hersir frá Húsavík fór í dóm í dag á Hellu þar sem hann hlaut 8,82 fyrir sköpulag og þar af einkunnina 9,5 fyrir háls,herðar og bóga hann og Íska frá Þjórsárbakka eru því nú þeir tveir stóðhestar hér á landi sem standa ræktendum til boða með þessa fágætu einkunn.

Faðir Hersirs er Vökull frá Efri-Brú og móðirin Hrauna frá Húsavík.

Hersir er klárhestur sem hlaut frábærar einkunnir í hæfileikadómi. 9,0 fyrir tölt,brokk,greitt stökk,hægt stökk, fegurð í reið og samstarfsvilja. Sýnandi og þjálfari Hersirs er Helga Una Björnsdóttir.

Hér fyrir neðan má sjá þær einkunnir og lýsingar sem Hersir hlaut.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar