Tvö hross hlutu 10 fyrir stökk

Díana frá Bakkakoti hlaut 10 fyrir stökk, sýnandi Jón Ársæll Bergmann Mynd: Skjáskot af Alendis
Nú þegar kynbótasýningum árið 2023 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er stökk.
Tvö hross hlutu 10 fyrir stökk á árinu en það eru þau Logi frá Valstrýtu og Díana frá Bakkakoti.
Logi á ekki langt að sækja mikla hæfileika á stökki en pabbi hans Ljósvaki frá Valstrýtu hlaut á sínum tíma 10 fyrir stökk. Móðir Loga er Vissa frá Valstrýtu og er hún sýnd með 9,0 fyrir stökk. Logi er sjö vetra klárhestur og hlaut fyrir sköpulag 8,47 og fyrir hæfileika 8,36 sem gerir 8,40 í aðaleinkunn. Ræktandi og eigandi er Guðjón Árnason en sýnandi var Flosi Ólafsson.
Díana er fimm vetra klárhryssa, undan Frama frá Ketilsstöðum og Brynju frá Bakkakoti en þau bæði hafa verið mjög farsæl á keppnisvellinum. Díana hlaut fyrir sköpulag 8,14 og fyrir hæfileika 8,15 sem gerir 8,14 í aðaleinkunn. Ræktandi og eigandi Díönu er Elísabet María jónsdóttir en sýnandi var Jón Ársæll Bergmann.
Hér fyrir neðan er listi yfir þau hross sem hlutu 9,5 fyrir stökk á árinu
IS númer | Nafn | Uppruni í þgf. | Dómsl. | Sýnandi |
IS2017258163 | Gríður | Þúfum | IS | Mette Camilla Moe Mannseth |
IS2017255054 | Hátíð | Efri-Fitjum | IS | Helga Una Björnsdóttir |
IS2015284741 | Hlökk | Strandarhöfði | IS | Ásmundur Ernir Snorrason |
IS2013181608 | Hylur | Flagbjarnarholti | IS | Eyrún Ýr Pálsdóttir |
IS2016180713 | Logi | Valstrýtu | IS | Flosi Ólafsson |
IS2018265636 | Perla | Grund II | IS | Árni Björn Pálsson |
IS2019158168 | Strengur | Þúfum | IS | Mette Camilla Moe Mannseth |
IS2018236937 | Sunna | Haukagili Hvítársíðu | IS | Flosi Ólafsson |