Tvö hross hlutu 10 og fjörutíu og fjögur 9,5 fyrir samstarfsvilja

  • 17. október 2024
  • Fréttir

Hulinn frá Breiðstöðum hlaut 10,0 fyrir samstarfsvilja sýndur af Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur. Ljósmynd: KollaGr

Kynbótaárið gert upp í einstökum eiginleikum

Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa er samstarfsvilji.

Alls hlutu 46 hross úrvalseinkunn fyrir samstarfsvilja og þar af voru það 27 klárhross sem hlutu þá einkunn en 19 alhliðahross.

Samstarfsvilji er mat á framhugsun, þjálni og taugastyrk hestsins í gegnum alla sýninguna, þ.e. hversu fús hesturinn er til að leggja sig fram og bregðast við ábendingum knapans. Fyrir einkunnir 9,0 eða hærra skal það sýnt að hægt sé að hægja hrossið niður á fet í viðsnúningum á brautarendum. Hraðabreytingar á gangtegundum, losað um taum, slöngulínur og annað sem sýnir þjálni og samstarfsvilja getur vegið til hækkunar á einkunn sé það vel framkvæmt af hestinum.

Tvö hross hlutu einkunnina 10,0 fyrir samstarfsvilja á árinu en það eru þau Arney frá Ytra-Álandi og Hulinn frá Breiðstöðum. Arney er fimm vetra gömul undan Skýr frá Skálakoti og Erlu frá Skák og Hulinn er sex vetra gamall undan Kveik frá Stangarlæk 1 og Díönu frá Breiðstöðum.

Flest afkvæmi á listanum á Kveikur frá Stangarlæk 1 alls sex talsins en næst flest afkvæmi á Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum en þau eru 4 talsins.

Fimm 4.vetra gömul hross hlutu úrvalseinkunn fyrir samstarfsvilja en það voru þau Dama frá Hjarðartúni, Katla frá Árbæjarhjáleigu II, Konsert frá Horni I, Miðill frá Hrafnagili og Nótt frá Tjaldhólum.

 

Nafn  Uppruni í þgf. Faðir Móðir
Agnar Margrétarhofi Ölnir frá Akranesi Garún frá Garðshorni
Arney Ytra-Álandi Skýr frá Skálakoti Erla frá Skák
Atgeir Árheimum Konsert frá Hofi Alfa frá Blesastöðum
Auður Þjóðólfshaga 1 Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum Æsa frá Flekkudal
Aþena Þjóðólfshaga 1 Skýr frá Skálakoti Arna frá Skipaskaga
Baldvin Margrétarhofi Kveikur frá Stangarlæk Gletta frá Margrétarhofi
Dama Hjarðartúni Skýr frá Skálakoti Dögg frá Breiðholti
Fáfnir Miðkoti Ljósvaki frá Valstrýtu Gjöf frá Miðkoti
Fjöður Finnastöðum Stekkur frá Skák Aþena frá Akureyri
Fjöður Syðri-Gróf 1 Draupnir frá Stuðlum Trú frá Syðri-Gróf 1
Gát Höskuldsstöðum Fenrir frá Feti Gróska frá Garðshorni
Grímar Þúfum Sólon frá Þúfum Grýla frá Þúfum
Halldóra Hólaborg Leiknir frá Vakurstöðum Gefjun frá Litlu-Sandvík
Hátíð Efri-Fitjum Vökull frá Efri-Brú Hrina frá Blönduósi
Hetja Hofi I Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum Gifting frá Hofi I
Hetja Hestkletti Glúmur frá Dallandi Hafdís frá Skeiðvöllum
Hildur Fákshólum Ölnir frá Akranesi Gnýpa frá Leirulæk
Hinrik Hásæti Herkúles frá Ragnheiðarstöðum Maístjarna frá Forsæti
Hrafn Oddsstöðum I Viti frá Kagaðarhóli Elding frá Oddsstöðum I
Hrókur Skipaskaga Eldjárn frá Skipaskaga Viska frá Skipaskaga
Hulinn Breiðstöðum Kveikur frá Stangarlæk 1 Díana frá Breiðstöðum
Húni Ragnheiðarstöðum Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum Hending frá Úlfsstöðum
Hvarmur Brautarholti Arion frá Eystra-Fróðholti Arða frá Brautarholti
Kamma Margrétarhofi Spuni frá Vesturkoti Harpa frá Gunnarsstöðum
Katla Árbæjarhjáleigu II Kveikur frá Stangarlæk 1 Þökk frá Árbæjarhjáleigu
Klukka Þúfum Hróður frá Refsstöðum List frá Þúfum
Konsert Horni I Kjerúlf frá Kollaleiru Flauta frá Horni I
Kór Skálakoti Konsert frá Hofi Sál frá Skálakoti
Kvika Hrafnshóli Kveikur frá Stangarlæk 1 Skíma frá Kvistum
Liðsauki Áskoti Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum Dulúð frá Áskoti
Miðill Hrafnagili Auður frá Lundum II Gígja frá Búlandi
Milljón Bergkåsa Framherji frá Flagbjarnarholti Skíma fra Bujord
Mjallhvít Sumarliðabæ 2 Stáli frá Kjarri Þyrnirós frá Þjóðólfshaga 1
Móeiður Vestra-Fíflholti Penni frá Eystra-Fróðholti Varða frá Vestra-Fíflholti
Nóta Sumarliðabæ 2 Spuni frá Vesturkoti Flauta frá Einhamri 2
Nótt Tjaldhólum Skarpur frá Kýrholti Sýn frá Árnagerði
Ottesen Ljósafossi Auður frá Lundum II Sunna-Rós frá Úlfljótsvatni
Rakel Kvíarhóli Kveikur frá Stangarlæk 1 Eyvör frá Langhúsum
Rún Eystri-Hól Útherji frá Blesastöðum 1A Eydís frá Eystri-Hól
Safír Laugardælum Þráinn frá Flagbjarnarholti Skart frá Laugardælum
Sandra Þúfu í Kjós Toppur frá Auðsholtshjáleigu Folda frá Þúfu í Kjós
Senía Breiðstöðum Kveikur frá Stangarlæk 1 Manía frá Breiðstöðum
Sól Ásmúla Arður frá Brautarholti Lukkudís frá Stóra-Vatnsskarði
Steinn Stíghúsi Vökull frá Efri-Brú Álöf frá Ketilsstöðum
Vala Hjarðartúni Hrókur frá Hjarðartúni Mánadís frá Víðidal
Valbjörk Valstrýtu Ljósvaki frá Valstrýtu Snót frá Fellskoti

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar