Tvö hross hlutu 9,5 fyrir hægt tölt
Nú þegar kynbótasýningum árið 2023 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er hægt tölt.
Ekkert hross hlaut 10 fyrir hægt tölt á árinu en tvö hross hlutu 9.5 en það eru þau Skvísa frá Tvennu og Sigursson frá Hoftúni.
Sigursson var sýndur á Heimsmeistaramótinu í flokki 7 vetra og eldri stóðhesta. Pierre Sandsten-Hoyos sýndi klárinn sem er 8 vetra undan Sigur frá Hólabaki og Birtu frá Síðu. Það er Celina Probst sem á hestinn og ræktendur eru þau Bára Aðalheiður Elíasdóttir og Bjarki Steinn Jónsson. Sigur hlaut fyrir sköpulag 8.14 og fyrir hæfileika 8.25 sem gerir 8.21 í aðaleinkunn.
Skvísa er fimm vetra undan Hring frá Gunnarsstöðum og Karmen frá Blesastöðum 1A. Það var Árni Björn Pálsson sem sýndi Skvísu en hún hlaut fyrir sköpulag 8.45 og fyrir hæfileika 8.28 sem gerir í að aleinkunn 8.34. Ræktandi Skvísu er Tvenna ehf. en eigendur eru Anja Egger-Meier og Kronshof GbR.