U21-landsliðshópur í hestaíþróttum 2026

  • 21. janúar 2026
  • Sjónvarp Fréttir

Sigvaldi Lárus Guðmundsson landsliðsþjálfari U21 landsliðs Íslands í hestaíþróttum hefur valið landsliðshóp sinn fyrir starfsárið 2026. Hópurinn var kynntur í verslun Líflands við Korputorg.

Norðurlandamót verður haldið í Svíþjóð í ágúst. Þar gefst ungum landsliðknöpum tækifæri til að ná sér í gríðarlega mikilvæga reynslu á alþjóðlegu móti, en svo verður markið sett á Heimsmeistaramót 2027 sem verður haldið í Rieden í Þýskalandi. U21-landsliðshópurinn er skipaður knöpum sem verða á árinu 17-21 árs, yngstu knapar hópsins eru því á síðasta ári í unglingaflokki en aðrir knapar í ungmennaflokki.

Heilmikið starf er framundan í hópnum og í samstarfi við A-landsliðshópinn verður boðið upp á ýmsa fræðslu í vetur. Hópurinn mun einnig taka þátt í fjáröflunarviðburðum landsliðsnefndar eins og Allra sterkustu sem verður haldið 4. apríl.

U21-landsliðshópurinn er firnasterkur og er skipaður eftirfarandi 19 knöpum:

Dagur Sigurðarson, Geysi

Eik Elvarsdóttir, Geysi

Elísabet Líf Sigvaldadóttir, Geysi

Elva Rún Jónsdóttir, Spretti

Eva Kærnested, Fáki

Fanndís Helgadóttir, Sörla

Gabríel Liljendal Friðfinnsson, Fáki

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Þyt

Guðný Dís Jónsdóttir, Spretti

Hekla Rán Hannesdóttir, Spretti

Herdís Björg Jóhannsdóttir, Spretti

Jón Ársæll Bergmann, Geysi, ríkjandi heimsmeistari

Kolbrún Sif Sindradóttir, Sörla

Kristín Eir Hauksdóttir Holaker, Borgfirðingi

Lilja Rún Sigurjónsdóttir, Fáki

Matthías Sigurðsson, Fáki

Ragnar Snær Viðarsson, Fáki

Sara Dís Snorradóttir, Sörla

Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi

Til hamingju landsliðsknapar, þjálfari og hestafólk.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar