Um innkomu og upphaf keppni á hringvelli

  • 13. maí 2024
  • Fréttir
Nú þegar að mótahald vorsins er að ná hámarki er gott að hafa eftirfarandi hluti á hreinu.

Um innkomu og upphaf keppni á hringvelli.

Vallaraðstæður eru mismunandi hjá hinum ýmsu félögum sem halda mót, og innkoma inn á keppnisvöll er eitthvað sem hefur á undanförnum misserum verið rædd töluvert og var meðal annars hluti þeirra breytinga sem urðu á FEIF þingi fyrr í vetur og tóku gildi 1. Apríl.

Misjafnt er hvort innkoma að velli sé um skammhlið eða á langhlið vallarins, og innkoma á skammhlið getur ýmist verið í horni (í beygjunni eða á miðri skammhlið).

Fróðleiksmoli vikunnar er um innkomu á hringvöll og upphaf keppni.

Í reglu Í17.5 í reglum um íþróttakeppni er því lýst hvernig innkomu og upphafi sýningar skal háttað þegar hlið er staðsett á skammhlið annarsvegar og langhlið hinsvegar.

Þar segi um innkomu á skammhlið (þar með talið ef hlið er staðsett í horni vallarins og er þar með ekki á miðri skammhlið)- knapar sem óska eftir því að hefja keppni á skammhlið FJÆRST frá innkomu, skulu koma sér að þeim stað sem þeir ætla að hefja keppni (miðju skammhliðar) á annari hvorri langhliðini og hefja þegar keppni (án þess að snúa við).

Sem þýðir að knapinn skal ríða inn í braut á þá höndina sem hann ætlar að sýna verkefnið sitt (ekki er leyfilegt að snúa við í hinum enda hringvallar til þess að hefja sýningu).

Um innkomu á skammhlið (þar með talið ef hlið er staðsett í horni vallarins og er þar með ekki á miðri skammhlið)- knapar sem óska eftir því að hefja keppni á skammhlið NÆST innkomu skulu koma sér að þeim stað þar sem þeir ætla að hefja keppni (miðju skammhliðar) án þess að fara yfir merki sem gefa til kynna upphaf langhliðar.

Sé innkoma á langhlið skal knapi fara stystu leið að þeirri skammhlið sem hefja skal keppni og hneigja sig greinilega og gefa til kynna að keppni sé hafin.

Ef innkoma er á langhlið má snúa við á þeirri skammhlið sem hefja á leik ef við á en skýringarmyndir fréttarinnar gefa skýra mynd af því hvernig því skal háttað hvort sem innkoma sé á skammhlið eða langhlið.

Landssamband hestamannafélaga hvetur mótshaldara til þess að kynna innkomu vallarins á knapafundi eða á viðburði mótsins til þess að fyrirbyggja allan misskilning varðandi þetta og séu knapar óvissir að veita sér upplýsinga hjá mótshaldara, mótsstjóra eða yfirdómara móts.

 

 

 

www.lhhestar.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar