Umfjöllun N4 um rannsóknir á þyngd knapa

  • 15. september 2021
  • Fréttir
Hestarannsókn á Hólum í Hjaltadal

Við hestafræðideild Háskólans á Hólum, í samstarfi við sænska landbúnaðarháskólann, er unnið að rannsóknum á áhrifum á þyngd knapa á líkamlegt álag á íslenska hestinn. Fréttamenn frá N4 fóru á Hóla á dögunum og fræddust um rannsóknirnar. Áður hefur verið gerð rannsókna á þyngd knapa og hvort hún hafi áhrif á líkamlegt álag hjá hestinum og var þá reynt að einangra þyngd knapans. Nú er verið að skoða hvort að ákveðnir eiginleikar í líkamsbyggingu hestsins hafi áhrif á líkamlegt álag.

Í spilaranum hér að ofan er hægt að sjá viðtalið við Guðrúnu Jóhönnu Stefánsdóttir, lektor við hestafræðideild Hólaskóla.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar