Umsókn hafin í framhaldsskólanefndina í hestaíþróttum 2023-2024

  • 31. ágúst 2023
  • Tilkynning
Hefur þú áhuga á að verða hluti af áhugasömu teymi um hesta og eignast jafnvel framtíðar vini? Þá þarftu ekki að leita lengra!
Við í Framhaldsskólanefndinni í hestaíþróttum, fjölbreyttur hópur framhaldsskólanema víðsvegar að af landinu bíðum spennt eftir þinni umsókn.
Markmið okkar er að skipuleggja ógleymanlegt Framhaldsskólamót á komandi keppnistímabili. Sem meðlimur í þessari nefnd muntu gegna lykilhlutverki í skipulagningu og framkvæmd ýmissa þátta tengt þessu móti.
Þú ert kannski að velta fyrir þér hvers vegna þú ættir að íhuga að ganga til liðs við okkur. Jæja, fyrir utan þá einstöku upplifun að skipuleggja Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum 2024, muntu fá tækifæri til að kynnast fólki sem hefur áhuga á því sama og þú, eignast framtíðar vini og auka samvinnu og skipulagningu.
Hefur þú aldrei starfað í nefnd áður? Það er allt í góðu við byrjum öll einhversstaðar þannig af hverju ekki núna? Við trúum því að fjölbreytt teymi hjálpi okkur að fá nýjar hugmyndir að skipulagningu mótsins og gera það ennþá eftirminnilegra. Hvort sem þú ert nýnemi sem er forvitinn eða eldri nemi sem vill setja mark á framhaldsskólaferðina þína, bjóðum við alla sem eru áhugasamir velkomna í að bætast til liðs við okkur!
Ef þú hefur áhuga á að vera með okkur í þessu frábæra verkefni, vinsamlegast hafðu samband við okkur á framhskolanefnd@gmail.com ef þú hefur einhverjar spurningar eða í gegnum Facebook síðu mótsins.
Umsóknir þurfa að berast inn fyrir 20 september næstkomandi. Hægt er að sækja um í nefndina hér á þessum link.
Með kveðju,
Framhaldsskólanefndin í Hestaíþróttum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar