Uppboðið fyrir Eddu Rún – Glæsileg viðbót, nýr hnakkur!

  • 22. júlí 2020
  • Fréttir

Uppoð á hryssu frá Stóra-Hofi til styrktar Eddu Rúnar Ragnarsdóttur og fjölskyldu er á góðu skriði og nú hefur Sattelkompass GMBH ákveðið að gefa glænýjan Physioflex Klakinn hnakk til málefnisins sem mun því fylgja til hæstbjóðanda uppboðsins.

Physioflex Klakinn hnakkurinn er byggður á nýrri hönnun sem gefur knapanum afar gott sæti og lágmarkar um leið þrýsting á bak hestsins. Sá sem býður hæst í uppboðinu mun því fá bæði hnakk og hest og styrkja um leið við þetta góða málefni.

Hæsta núverandi boð hljóðar upp á 600 þúsund krónur. Uppboðið mun standa til 23.59, föstudaginn 31. júlí nk.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<