Uppboðið fyrir Eddu Rún – UPPFÆRT Hæsta boð komið í 800 þúsund

  • 22. júlí 2020
  • Fréttir

Nú er rúmur sólarhringur liðinn af uppboði til styrktar Eddu Rúnar Ragnarsdóttur og fjölskyldu, þar sem boðin er upp höfðingleg gjöf frá Bæring Sigurbjörnssyni og Kolbrúnu Jónsdóttur – rauðskjótt fimm vetra gömul hryssa frá Stóra-Hofi. UPPFÆRT! Auk þess fylgir hryssunni nýr hnakkur, Klakinn, sem gefinn er af Sattelkompass GMBH.

Talsverður áhugi er fyrir uppboðinu, enda málefnið gott. Fyrsta tilboð hljóðaði upp á 200 þúsund krónur en við munum svo uppfæra þessa frétt með hæstu boðum hverju sinni.

Við hvetjum alla sem eru að leita að framtíðargæðingsefni og vilja styrkja gott málefni um leið, að leggja fram tilboð með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.

UPPFÆRT – 22.07. kl. 09.37: Viðbrögðin láta ekki á sér standa og fyrsta tilboðið erlendis frá er komið, það hljóðar upp á 2.500 evrur, tæplega 400 þúsund krónur og er hæsta tilboð að sinni.

UPPFÆRT – 22.07. kl. 11.45: Enn halda tilboðin áfram að berast, hæsta boð nú er að upphæð 600 þúsund krónur.

UPPFÆRT – 22.07. kl. 18.00: Nýtt tilboð er komið inn að upphæð 650 þúsund krónur.

UPPFÆRT – 22.07. kl. 20.20: Enn eitt tilboðið er komið í hús, nú að upphæð 700 þúsund krónur.

UPPFÆRT – 22.07. kl. 21.20: Nóg að gera 🙂 Nýtt tilboð upp á 750 þúsund krónur komið í hús

UPPFÆRT – 22.07. kl. 22.40: Og fjörið heldur áfram, hæsta boð er nú komið í 800 þúsund krónur. Þetta verður eitthvað…

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<