Uppfærsla litakóðunarkerfis í WorldFeng
Í vor var litakóðunarkerfi WorldFengs uppfært og notar það nú fimm tölustafi í stað fjögurra. Nýja kerfið gerir nákvæmari skráningu á litum íslenskra hrossa mögulega.
Við uppfærsluna komu í ljós nokkrar villur, meðal annars þegar kóðun á litum hrossa samræmast ekki litanúmerum foreldra. Skrásetjarar vinna nú að því að leiðrétta þessi tilvik.
Verði eigendur varir við að litanúmer hrossa þeirra hafi ekki verið leiðrétt á réttan hátt, eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrásetjara í sínu landi.
Einnig eru eigendur sem hafa látið greina litaerfðir sinna hrossa hvattir til að senda niðurstöðurnar til skráningar í WorldFeng.
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar
Styttist í fyrsta mót í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum