Uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Harðar

  • 19. nóvember 2025
  • Fréttir
Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar fór fram síðastliðinn sunnudag, þann 16. Nóvember og var margt um manninn og gríðarlega góð stemning. Það var spilað Bingó, keppt í Kahoot, borðað góðan mat og að venju voru veitt verðlaun og viðurkenningar, en þar bar hæst verðlaunaafhendingin fyrir stigahæstu knapa ársins. Þeir knapar sem voru með besta keppnis árangur ársins voru heiðraðir með veglegum verðlauna-gripum og auka verðlaunum.
Stigahæstu knapar Harðar 2025:
Barnaflokkur.
Bryanna Heaven Brynjarsdóttir
Unglingaflokkur.
Sigríður Fjóla Aradóttir
Ungmennaflokkur.
Guðrún Lilja Rúnarsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar