Hestamannafélagið Skagfirðingur Uppskeruhátíð Æskulýðsdeildar Skagfirðings

  • 3. desember 2025
  • Fréttir

Knapar ársins

Uppskeruhátíð Æskulýðsdeildar Skagfirðings var haldin 12.október í Tjarnarbæ þar sem veitt voru verðlaun fyrir tímabilið. Pollarnir fengu öll þátttökuverðlaun fyrir flottan árangur á tímabilinu.
Knapi ársins í unglingaflokki árið 2025 er Greta Berglind Jakobsdóttir en hún náði góðum árangri með hestinn sinn Hágang frá Miðfelli. Einnig voru tilnefndar Hjördís Halla Þórarinsdóttir, Sigrún Sóllilja Eyþórsdóttir og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir.
Farandbikar í unglingaflokki er gefinn af Höfðaströnd ehf en þau gáfu bikarinn í minningu Símonar Inga Gestssonar.
Knapi ársins í barnaflokki 2025 er Sigríður Elva Elvarsdóttir en hún átti gott ár og var meðal annars í öðru sæti á Fjórðungsmóti í Borgarnesi og í úrslitum í fjórgangi, tölti og gæðingakeppni á Íslandsmóti. Sigríður sigraði félagsmót Skagfirðings með Muna frá Syðra-Skörðugili.
Einnig voru tilnefndar Arnheiður Kristín Guðmundsdóttir, Auður Fanney Davíðsdóttir, Emily Ósk Andrésdóttir Dreiner, Hreindís Katla Sölvadóttir og Margrét Katrín Pétursdóttir.
Farandbikar í barnaflokki er gefinn af Syðra-Skörðugili.
Einnig voru viðurkenningar veittar fyrir vikustarf, keppnisþjálfun, helgarstarf og pollaflokk.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar