Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Snæfellings
Siguroddu var útnefndur knapi ársins í Snæfellingi
Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Snæfellings var haldin á Klifi í Ólafsvík föstudaginn 28. nóvember. Skemmtilegt kvöld þar sem félagsmenn komu saman. Hefð er fyrir því að veita knöpum í barna, unglinga og ungmennaflokki í félaginu hvatningarverðlaun fyrir þátttöku í mótum á afstöðnu tímabili.
Knapar sem hlutu viðurkenningu í barnaflokki voru þær Tinna Unnsteinsdóttir og Bjartey Ebba Júlíusdóttir. Þær voru ekki viðstaddar.
Knapar sem hlutu viðurkenningu í unglingaflokki eru Ari Gunnarsson Osterhammer, Haukur Orri Heiðarsson Bergmann, Sól Jónsdóttir, Kristín Lára Eggertsdóttir, Elín Una Eggertsdóttir og Rebecca Luise Lehmann. Rebecca og Elín voru ekki viðstaddar.
Viðurkenningar til unglinga
Knapar sem hlutu viðurkenningu í ungmennaflokki eru Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir, Hera Guðrún Ragnarsdóttir og Valdís María Eggertsdóttir. Harpa og Valdís voru ekki á staðnum.

Ungmenni heiðruð
Veitt voru verðlaun fyrir efstu hryssur og efstu stóðhesta í hverjum flokki
Hryssur:
Efsta 5 vetra hryssan er Ísbrá frá Stykkishólmi aðaleinkunn 8,22 – Ræktendur og eigendur eru Elísabet Lára Björgvinsdóttir og Valentínus Guðnason.
Efsta 6 vetra hryssan er Blíða frá Bergi aðaleinkunn 8,62 – Ræktendur og eigendur eru Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson.
Efsta hryssan í flokki 7 vetra og eldri er Sjá frá Hömluholti aðaleinkunn 8.07 – Ræktandi er Gísli Guðmundsson og eigendur eru Björn Haukur Einarsson og Forsæti ehf.

Tekið við verðlaunum fyrir efstu hryssur
Hestar:
Efsti 4 vetra hesturinn er Garpur frá Bergi aðaleinkunn 8.3 – Ræktandi og eigandi er Jón Bjarni Þorvarðarson.
Efsti 5 vetra hesturinn er Njörður frá Hrísakoti aðaleinkunn 8.54 – Ræktandi og eigandinn er Sif Matthíasdóttir.
Efsti 6 vetra hesturinn er Aríus frá Bjarnarhöfn aðaleinkunn 8.63 – Ræktandi er Herborg Sigríður Sigurðardóttir og eigandi er Júlíus Brjánsson.
Efsti hesturinn í flokki 7 vetra og eldri er Gljátoppur frá Miðhrauni aðaleinkunn 8.83 – Ræktandi er Ólafur Ólafsson og eigendur eru Máni Hilmarsson og VM Islandshästar AB

Tekið við verðlaunum fyrir stóðhesta
Það voru 40 hross sýnd af okkar svæði, svæði 37. Einhver hross fóru oftar en einu sinni í gegn.
Hrossaræktunarbúið Berg var valið sem ræktunarbú ársins hjá Snæfelling. Þau sýndu 5 hross í ár, öll í fyrstu verðlaun. Berg var einnig tilnefnd sem hrossaræktunarbú ársins á landsvísu.
Hlýri frá Bergi, aðaleinkunn 8.59
Sandur frá Bergi, aðaleinkunn 8.29
Garpur frá Bergi, aðaleinkunn 8.30
Blíða frá Bergi, aðaleinkunn 8.62
Berghildur frá Bergi, aðaleinkunn 8.09
Siguroddur Pétursson var valinn knapi ársins.

Siguroddur er knapi ársins
Þotuskjöldurinn var veittur fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Sjálfboðaliðastarf snýst ekki um titla eða viðurkenningar, heldur um það að leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið okkar betra. Þetta starf er ekki alltaf sýnilegt en að baki liggur oft mikil vinna í frítíma fólks og á þessu byggist félagið okkar.
Við vitum öll að Högni Högnason er alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd ef þarf á að halda. Bæði fyrir félagið og alla hestamenn á svæðinu. Við erum heppin að hafa Högna í okkar samfélagi. Takk Högni fyrir allt sem þú leggur af mörkum til félagsins og hestamennskunar.

Högni Högnason sjálfboðaliði ársins
Skagfirðingur hlýtur æskulýðsbikar LH 2025
Sleipnir verðlaunaði knapa í yngri flokkum