Uppskeruhátíð HRFF – Díva og Húni hæst dæmd

  • 31. mars 2023
  • Fréttir

Föstudagskvöldið 17. mars síðastliðin hélt Hrossaræktarfélag Flóahrepps uppskeruhátíð í Hótel Vatnsholti. Þar var gætt sér á söltuðu hrossakjöti sem og hrossabjúgum ásamt meðlæti. Um 60 manns mættu á hátíðina og tókst hún ljómandi vel. Er þeim sem mættu sem og staðarhöldurum í Vatnsholti þakkað kærlega fyrir.

En eins og venjulega voru afhent verðlaun fyrir kynbótahross félaga í HRFF sem sýnd voru árið 2022. Hér á eftir munum við fjalla um þau kynbótahross sem fengu verðlaun.

Hrossaræktarbú og afkvæmahross

Á félagssvæði HRFF eru mörg mjög öflug hrossaræktarbú og hlutu 2 þeirra tilnefningu Fagráðs í hrossarækt sem hrossaræktarbú árins 2022. Þetta eru búin að Austurási hjá Ragnhildi Loftsdóttir og Hauk Baldvinssyni og Gangmyllan (Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar) hjá þeim Berg Jónssyni og Olil Amble.

Gangmyllan var einnig tilnefnd af LH sem keppnishestabú árins og í stutt máli sagt þá var þau þau Olil og Bergur á endanum útnefnd bæði Hrossaræktarbú og keppnishestabú árins. Innilega til hamingju með þann árangur.

Tvær hryssur, önnur í eigu félagsmanns og hin úr ræktun félagsmanns voru á lista yfir hryssur sem fengu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Þetta voru annars vegar Heilladís frá Selfossi úr ræktun og í eigu Olil Amble. Og hinsvegar Spes frá Ketilsstöðum sem Bergur Jónsson.

Heilladís frá Selfossi
Spes frá Ketillstöðum

Einn stóðhestur fékk 1. verðlaun fyrir afkvæmi afhent á árins 2022 en það var Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum sem er ræktaður og í eigu Olil Amble. Og annar stóðhestur fékk síðan heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, sá er Eldur frá Torfunesi sem er ræktaður og í eigu Önnu Fjólu Gísladóttir sem og fleiri aðila.

Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum
Eldur frá Torfunesi

 

Kynbótasýningar 2022

Félagsmenn í HRFF áttu alls 57 hross sem fengu fullnaðardóm sýningarárið 2022. Þessi hross voru sum sýnd oftar en einu sinni og voru 82 sýningar sýndar í fullnaðardómi. Af þessum 57 hrossum náðu 32 einkunninni 8,00 eða meira í aðaleinkunn. Meðalaldur þeirra var 5,89 ár. Að auki voru síðan sýnd 6 hross eingöngu í byggingardómi.

Hross sýnd í eigu félagsmanns

Árið 2020 fór félagið að afhenda verðlaungrip sem Olil og Bergur í Gegnishólum gáfu félaginu til þess hross í eigu félagsmanns en er ræktað af aðila utan félagsins.

Í ár var það Tindur frá Árdal sem er í eigu þeirra Hannesar Sigurjónssonar og Ingu Cristinu Campos í Hamarsey sem hlaut þessi verðlaun en hann hlaut aðaleinkunn uppá 8,28 á sýningu sumarið 2022

Tindur frá Árdal
Hannes með verðlaun fyrir hæst dæmda kynbótahross í eigu félagsmanns ásamt Atla Geir Jónssyni formanni HRFF

4. vetra hryssur

Í 3. sæti í 4. vetra flokki hryssna lenti Hrafnaklukka frá Syðri-Gegnishólum úr ræktun Olil Amble. Sú er undan Frama frá Ketilsstöðum og Lilju-Dís frá Fosshofi. Hún hlaut í aðaleinkunn 7,52 sýnd af Elin Holst

Hrafnaklukka frá Syðri-Gegnishólum

Í öðru sæti í þessum flokki endaði hryssan Auður frá Hamarsey. Ræktendur hennar eru Hannes Sigurjónsson og Inga Christina Campos. Auður er undan Hektor frá Hamarsey og Kná frá Varmalæk. Hlaut hún 7,95 í aðaleinkunn sýnd Helgu Unu Björnsdóttir.

Auður frá Hamarsey

Og í 1. fyrsta sætinu í 4. vetra flokki hryssna varð List frá Austurási. Hún er ræktuð af þeim Ragnhildi Loftsdóttir og Hauki Baldvinssyni. List er undan Draupni frá Stuðlum og Spólu frá Syðri-Gegnishólum. Hún hlaut í aðaleinkunn 7,98 sýnd af Ástu Björnsdóttir.

List frá Austurási
4. vetra hryssur – Verðlaunahafar frá vinstri: Ragnhildur Loftsdóttir, Hannes Sigurjónsson og Logi Ólafsson (tók við verðlaununum fyrir nágranna sína í Syðri-Gegnishólum fyrir Hrafnaklukku) ásamt Atla Geir formanni HRFF

4. vetra stóðhestar

Í 3. sætinu í þessum flokki endaði Ræðu-Jarl frá Brúnastöðum 2. Ræktandi hans er Ketill Ágústsson. Ræðu-Jarl er undan Jarli frá Árbæjarhjáleigu II og Blökk frá Brúnastöðum 2. Hann hlaut 7,94 í aðaleinkunn sýndur af Árna Birni Pálssyni.

Ræðu-Jarl frá Brúnastöðum 2

Í 2. sæti hér varð síðan Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum. Ræktandi hans er Helgi Jón Harðarson. Hraumhamar er undan Loka frá Selfossi og Hátíð frá Úlfsstöðum. Hann hlaut 8,15 í aðaleinkunn sýndur af Árna Birni Pálssyni.

Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum

Og í 1. sæti hér endaði Húni frá Ragnheiðarstöðum. Hann er líka úr ræktaður af Helga Jóni Harðarsyni. Húni er undan Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum og Hendingu frá Úlfsstöðum. Hann hlaut í aðaleinkunn 8,18 sýndur af Helgu Unu Björnsdóttur.

Húni frá Ragnheiðarstöðum
4. vetra stóðhestar – Verðlaunahafar frá vinstri: Helgi Jón Harðarson og Ketill Ágústsson ásamt Atla Geir formanni HRFF

5. vetra hryssur

Í 3. sæti í 5. vetra flokki hryssna endaði Veröld frá Lækjarbakka. Sú er ræktuð af Róbert Veigari Ketel ásamt Sigurði Tryggva Sigurðssyni og Elín Guðmundu Magnúsdóttur. Veröld er undan Skaganum frá Skipaskaga og Frumu frá Hafnarfirði. Hlaut hún 8,12 í aðaleinkunn sýnd af Sigurði Vigni Matthíassyni.

Veröld frá Lækjarbakka

Í 2. sæti endaði Skylming frá Syðri-Gegnishólum. Ræktuð af Olil Amble. Skylming er undan Frama frá Ketilsstöðum og Huldumær frá Syðri-Gegnishólum. Hlaut hún 8,15 í aðaleinkunn sýnd af Olil Amble.

Skylming frá Syðri-Gegnishólum

Og í 1. sæti endaði Fjöður frá Syðri-Gróf ræktuð af Bjarna Pálssyni. Fjöður er undan Draupni frá Stuðlum og Trú frá Syðri-Gróf. Hlaut hún í aðaleinkunn 8,41 sýnd af Árna Birni Pálssyni.

Fjöður frá Syðri-Gróf
5. vetra hryssur – Verðlaunahafar frá vinstri: Haukur Baldvinsson, Logi Ólafsson (tók við verðlaununum fyrir nágranna sína í Syðri-Gegnishólum fyrir Skylmingu) og Hannes Sigurjónsson ásamt Atla Geir formanni HRFF

5. vetra stóðhestar

Í 3. sæti endaði Þokki frá Húsafelli. Hann er ræktaður af Ingu Dröfn Sváfnisdóttur og Sigurði Tryggva Sigurðssyni. Þokki er undan Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og Spurningu frá Sörlatungu. Hann hlaut 8,08 í aðaleinkunn sýndur af Sigurði Vigni Matthíassyni.

Þokki frá Húsafelli

Í 2. sæti endaði Ljósvíkingur frá Hamarsey. Hann er ræktaður af Hrossaræktarbúinu Hamarsey (Hannes og Inga). Ljósvíkingur er undan Ljósvaka frá Valstrýtu og Hátíð frá Sauðárkróki. Hann hlaut í aðaleinkunn 8,08 sýndur af Hönnu Rún Ingibergsdóttur.

Ljósvíkingur frá Hamarsey

Og í 1. sæti endaði Hlekkur frá Austurási. Ræktaður af Ragnhildi Loftsdóttur og Hauki Baldvinssyni. Hlekkur er undan Draupni frá Stuðlum og Yrpu frá Kílhrauni. Hann hlaut 8,15 í aðaleinkunn sýndur af Árna Birni Pálssyni.

Hlekkur frá Austurási
5. vetra stóðhestar – Verðlaunahafar frá vinstri: Ragnhildur Loftsdóttir og Hannes Sigurjónsson (Hannes tók einnig við verðlaununum fyrir Ingu Dröfn og Þokka frá Lækjarbakka) ásamt Atla Geir formanni HRFF

6. vetra hryssur

Í 3. sæti í þessum flokk endaði Dögg frá Langsstöðum. Hún er ræktuð af Ingibjörgu Einarsdóttur og Hjálmari Ágústssyni. Dögg er undan Árvak frá Árbæjarhjáleigu II og Hlýju frá Langsstöðum. Hlaut hún 8,58 í aðaleinkunn sýnd af Árna Birni Pálssyni.

Dögg frá Langsstöðum

Í 2. sæti lenti Dögun frá Austurási. Hún er ræktuð af Hauk Baldvinssyni og Ragnhildi Loftsdóttur. Dögun er undan Hákon frá Ragnheiðarstöðum og Ör frá Strönd II. Hlaut hún í aðaleinkunn 8,64 sýnd af Árna Birni Pálssyni.

Dögun frá Austurási

Og í 1. sæti endaði Díva frá Austurási. Hún er einnig ræktuð af Hauk Baldvinssyni og Ragnhildi Loftsdóttur. Díva er undan Konsert frá Hofi og Prinsessu frá Litla-Dunhaga. Hlaut hún 8,77 í aðaleinkunn sýnd af Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur.

Díva frá Austurási
6. vetra hryssur – Verðlaunahafar frá vinstri: Ragnhildur Loftsdóttir, Haukur Baldvinsson og Baldur Gauti Tryggvason (Baldur tók við verðlaununum fyrir Ingibjörgu og Hjálmar fyrir Dögg frá Langsstöðum) ásamt Atla Geir formanni HRFF

6. vetra stóðhestar

Í 3. sæti endaði Kafteinn frá Skúfslæk. Hann er ræktaður af Huldu Rós Rúriksdóttur. Kafteinn er undan Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og Kolbrá frá Steinnesi. Hann hlaut í aðaleinkunn 7,98 sýndur af Helgu Unu Björnsdóttur.

Kafteinn frá Skúfslæk

í 2. sæti endaði Mósart frá Gafli. Hann er ræktaður af Magnúsi Kristinssyni og Dagný Egilssdóttur. Mósart er undan Konsert frá Hofi og Dís frá Gafli. Hlaut hann 8,12 í aðaleinkunn sýndur af Hans Þór Hilmarssyni.

Mósart frá Gafli

Í 1. sæti endaði síðan Dagur frá Austurási. Hann er ræktaður af Hauk Baldvinssyni og Ragnhildi Loftsdóttur. Dagur er undan Spuna frá Vesturkoti og Spóla frá Syðri-Gegnishólum. Hlaut hann 8,48 í aðaleinkunn sýndur af Árna Birni Pálssyni.

6. vetra stóðhestar – Verðlaunahafar frá vinstri: Ragnhildur Loftsdóttir, Magnús Kristinsson og Arnar Heimir Lárusson ásamt Atla Geir formanni HRFF

Hryssur 7. vetra og eldri

Í 3. sæti endaði Þyrnirós frá Ragnheiðarstöðum. Hún er ræktuð af Helga Jóni Harðarsyni og Viðju Hrund Hreggviðsdóttur. Þyrnirós er undan Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og Þrumu frá Hólshúsum. Hlaut hún 8,45 í aðaleinkunn sýnd af Jakob Svavar Sigurðssyni.

Þyrnirós frá Ragnheiðarstöðum

Í 2. sæti endaði Rjúpa frá Þjórsárbakka. Hún er ræktuð af Haraldi Þorgeirssyni. Rjúpa er undan Framherja frá Flagbjarnarholti og Svölu frá Þjórsárbakka. Hlaut hún 8,52 í aðaleinkunn sýnd af Teit Árnasyni.

Rjúpa frá Þjórsárbakka

Í 1. sæti endaði Auðlind frá Þjórsárbakka. Hún er einnig ræktuð af Haraldi Þorgeirssyni. Auðlind er undan Loka frá Selfossi og Golu frá Þjórsárbakka. Hlaut hún í aðaleinkunn 8,64 sýnd af Teit Árnasyni.

Auðlind frá Þjórsárbakka
7. vetra og eldri hryssur – Verðlaunahafar frá vinstri: Haraldur Þorgeirsson og Helgi Jón Harðarson ásamt Atla Geir formanni HRFF

7. vetra og eldri stóðhestar

Í 2. sæti endaði Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum. Hann er ræktaður af Olil Amble. Ljósálfur er undan Lord frá Vatnsleysu og Álfadísi frá Selfossi. Hlaut hann 8,34 í aðaleinkunn sýndur af Olil Amble.

Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum

Í fyrsta sæti endaði Viðar frá Skör. Hann er ræktaður af Karl Áka Sigurðssyni. Viðar er undan Hrannari frá Flugmýri II og Vár frá Auðsholtshjáleigu. Hann hlaut í aðaleinkunn 9,04 sýndur af Helgu Unu Björnsdóttur.

Stjórn HRFF ákvað auk þess að afhenda Karli Áka verðlaungripi fyrir efsta hest í þessum aldursflokki að afhenda honum sérstakan grip í tilefni þess að Viðar sló heimsmet í aðaleinkunn og er fyrsti hestur heims sem kemst yfir 9,00.

Viðar frá Skör
7.vetra og eldri stóðhestar – Verðlaunahafar frá vinstri: Karl Áki Sigurðsson og Logi Ólafsson (tók við verðlaununum fyrir nágranna sína í Syðri-Gegnishólum fyrir Ljósálf) ásamt Atla Geir formanni HRFF

Hæst dæmdu kynbótahrossin

Að lokum voru veitt verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahross sem sýnd voru, bæði hryssu og stóðhest. Þetta er gert óháð aldri hrossanna og til að raða þeim upp í röð er notuð aldursleiðrétting þar sem bætt er við aðaleinkunn hrossanna mismunandi tölum eftir aldri þeirra, þannig jafnast staða þeirra og hátt dæmd yngri hross eiga möguleika gegn eldri hrossum. Hross sem fær þessi verðlaun á ekki möguleika að fá þau nema einu sinni.

Hæst dæmda hryssa Flóahrepps 2022

Hæst dæmda hryssan þetta árið varð Díva frá Austurási. Hlaut hún í aldursleiðrétta aðaleinkunn 8,82. En hún hafði eins áður er farið yfir hér að ofan í aðaleinkunn 8,77.

Ragnhildur Loftsdóttir ásamt Atla Geir með verðlaun fyrir hæst dæmdu hryssuna árið 2022
Díva frá Austurási

Hæst dæmdi stóðhestur Flóahrepps 2022

Hæst dæmdi stóðhesturinn þetta árið varð Húni frá Ragnheiðarstöðum. Hlaut hann í aldursleiðrétta aðaleinkunn 8,48. En hann hafði eins áður er farið yfir hér að ofan í aðaleinkunn 8,18.

Helgi Jón Harðarson ásamt Atla Geir með verðlaun fyrir hæst dæmda stóðhestinn árið 2022
Húni frá Ragnheiðarstöðum
Helgi og Ragnhildur með verðlaunin fyrir hæst dæmdu hross Flóahrepps árið 2022 ásamt Atla Geir formanni HRFF

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar