Miðasala í fullum gangi á Uppskeruhátíð
Laugardaginn 12. október 2024 mun Landssamband hestamannafélaga og félag hrossbænda leiða saman hesta sína í ár og halda sameiginlega uppskeruhátíð hestafólks. Hátíðin mun fara fram þann 12. október í Gullhömrum. Á dagskránni eru verðlauna afhendingar fyrir okkar fremstu knapa og ræktendur, steikarhlaðborð ásamt frábæri skemmtidagskrá þar sem fram koma Elli og Hlynur, Fríða Hansen, Emmsjé Gauti og Dj Víðir og Dýrið.
Í fyrra seldist upp á hátíðina og hvetjum við því alla áhugasama um að tryggja sér miða í tíma. Miðasala fer fram á heimasíðu LH. Verð á hátíðina er 14.900kr.
Þeir sem vilja bóka sig saman á borð er bent á að kaupa miðana sína í einni pöntun eða að öðrum kosti senda óskir um sætaskipan á joninasif@lhhestar.is.