Upptaka af keppni í kappreiðaskeiði
Eiðfaxi sýnir frítt frá keppni á WR íþróttamóti Geysis sem fer fram núna um helgina. Keppni hófst í gær á hinum ýmsu forkeppnum í hringvallargreinum.
Keppnisdagurinn endaði á keppni í 150 metra og 250 metra skeiði þar sem frábærir tímar náðust Konráð Valur Sveinsson bar sigur úr býtum í báðum greinum. Í 250 m. skeiðinu var hann á Kastor frá Garðshorni á Þelamörk en þeir voru með tímann 21,96 sek. og í 150 m. skeiðinu var hann á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II með tímann 14,09 sek. Öll úrslit skeiðkappreiðanna má lesa með því að smella hér.
Vegna mannlegra sáust ekki fyrstu riðlarnir í 150 metra skeiði og á því biðjumst við velvirðingar.
Hér fyrir neðan má horfa á alla spretti í báðum keppnisgreinum. Við hefjum beina útsendingu í dag klukkan 15:00 á forkeppni í fjógangi V1 meistaraflokki.