Úrslitin ráðast í Meistaradeild KS í kvöld					
					
				
									  
																			Sigurvegari liðakeppninnar árið 2024 var Lið Hrímnis/Hestkletts
Í kvöld klukkan 18:30 hefst lokamótið í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Mótið fer fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki hvar keppt verður í tölti og flugskeiði. Að loknum þessum greinum mun koma í ljós hverjir standa uppi sem heildarsigurvegarar bæði í einstaklings og liðakeppninni.
Á síðasta tímabili var Mette Mannseth heildarsigurvegari í einstaklingskeppninni og lið Hrímnis/Hestkletts sigurvegari í liðakeppninni. Eins og staðan er núna að þá leiðir Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal í einstaklingskeppninni með 78,5 stig og í liðakeppninni er lið Storm Rider í forystu með 245,5 stig.
Efstu 5 í einstaklingskeppninni
- Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal – 78,5 stig
 - Klara Sveinbjörnsdóttir – 73 stig
 - Finnbogi Bjarnason – 71 stig
 - Katla Sif Snorradóttir – 70,5 stig
 - Kristján Árni Birgisson – 61 stig
 
Staðan í liðakeppni
- Storm Rider – 245,5 stig
 - Uppsteypa – 207,5 stig
 - Lífland – 205,5 stig
 - Þúfur – 196 stig
 - Hrímnir/Hestklettur – 195 stig
 - Íbishóll – 179,5 stig
 - Hofstorfan /66°norður – 155 stig
 
Ráslisti kvöldsins
| Nr. | Knapi | Hestur | 
| Tölt T1 Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur | ||
| 1 | Elvar Einarsson | Muni frá Syðra-Skörðugili | 
| 2 | Þorsteinn Björnsson | Eiður frá Hólum | 
| 3 | Mette Mannseth | Hannibal frá Þúfum | 
| 4 | Kristján Árni Birgisson | Kolgrímur frá Breiðholti, Gbr. | 
| 5 | Klara Sveinbjörnsdóttir | Hnota frá Þingnesi | 
| 6 | Þórey Þula Helgadóttir | Hrafna frá Hvammi I | 
| 7 | Konráð Valur Sveinsson | Tvífari frá Varmalæk | 
| 8 | Katla Sif Snorradóttir | Sæmar frá Stafholti | 
| 9 | Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal | Grettir frá Hólum | 
| 10 | Bergur Jónsson | Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum | 
| 11 | Ingunn Ingólfsdóttir | Ugla frá Hólum | 
| 12 | Sigurður Heiðar Birgisson | Bragi frá Efri-Þverá | 
| 13 | Sigrún Rós Helgadóttir | Grásteinn frá Hofi á Höfðaströnd | 
| 14 | Þórgunnur Þórarinsdóttir | Hetja frá Hestkletti | 
| 15 | Barbara Wenzl | Höfn frá Kagaðarhóli | 
| 16 | Þórarinn Eymundsson | Náttfari frá Varmalæk | 
| 17 | Finnbogi Bjarnason | Taktur frá Dalsmynni | 
| 18 | Þorsteinn Björn Einarsson | Hringaná frá Hofi á Höfðaströnd | 
| 19 | Magnús Bragi Magnússon | Leistur frá Íbishóli | 
| 20 | Þorvaldur Logi Einarsson | Hágangur frá Miðfelli 2 | 
| 21 | Erlingur Ingvarsson | Dimmalimm frá Hrísaskógum | 
| Flugskeið 100m P2 Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur | ||
| 1 | Elvar Einarsson | Tvistur frá Garðshorni | 
| 2 | Finnbogi Bjarnason | Eðalsteinn frá Litlu-Brekku | 
| 3 | Magnús Bragi Magnússon | Sólrósin frá Íbishóli | 
| 4 | Þórarinn Eymundsson | Lukka frá Breiðholti, Gbr. | 
| 5 | Vignir Sigurðsson | Sigur frá Bessastöðum | 
| 6 | Daníel Gunnarsson | Kló frá Einhamri 2 | 
| 7 | Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal | Alviðra frá Kagaðarhóli | 
| 8 | Agnar Þór Magnússon | Stirnir frá Laugavöllum | 
| 9 | Mette Mannseth | Vívaldi frá Torfunesi | 
| 10 | Þórgunnur Þórarinsdóttir | Sviðrir frá Reykjavík | 
| 11 | Þorsteinn Björnsson | Fála frá Hólum | 
| 12 | Klara Sveinbjörnsdóttir | Glettir frá Þorkelshóli 2 | 
| 13 | Sigurður Heiðar Birgisson | Tign frá Ríp | 
| 14 | Þorsteinn Björn Einarsson | Gerpla frá Hofi á Höfðaströnd | 
| 15 | Katla Sif Snorradóttir | Djarfur frá Litla-Hofi | 
| 16 | Ingunn Ingólfsdóttir | Hrina frá Hólum | 
| 17 | Kristján Árni Birgisson | Krafla frá Syðri-Rauðalæk | 
| 18 | Atli Freyr Maríönnuson | Elma frá Staðarhofi | 
| 19 | Jóhann Magnússon | Píla frá Íbishóli | 
| 20 | Bergur Jónsson | Snædís frá Kolsholti 3 | 
| 21 | Konráð Valur Sveinsson | Kastor frá Garðshorni á Þelamörk | 
								
												Úrslitin ráðast í Meistaradeild KS í kvöld					
                 
            
                 
            
                            	
                                                Minningarorð um Ragnar Tómasson