Meistaradeild KS í hestaíþróttum Úrslitin ráðast í Meistaradeild KS í kvöld

  • 2. maí 2025
  • Fréttir

Sigurvegari liðakeppninnar árið 2024 var Lið Hrímnis/Hestkletts

Keppt verður í tölti og flugskeiði á lokamóti deildarinnar

Í kvöld klukkan 18:30 hefst lokamótið í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Mótið fer fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki hvar keppt verður í tölti og flugskeiði. Að loknum þessum greinum mun koma í ljós hverjir standa uppi sem heildarsigurvegarar bæði í einstaklings og liðakeppninni.

Á síðasta tímabili var Mette Mannseth heildarsigurvegari í einstaklingskeppninni og lið Hrímnis/Hestkletts sigurvegari í liðakeppninni. Eins og staðan er núna að þá leiðir Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal í einstaklingskeppninni með 78,5 stig og í liðakeppninni er lið Storm Rider í forystu með 245,5 stig.

Efstu 5 í einstaklingskeppninni

  • Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal – 78,5 stig
  • Klara Sveinbjörnsdóttir – 73 stig
  • Finnbogi Bjarnason – 71 stig
  • Katla Sif Snorradóttir – 70,5 stig
  • Kristján Árni Birgisson – 61 stig

Staðan í liðakeppni

  • Storm Rider – 245,5 stig
  • Uppsteypa – 207,5 stig
  • Lífland – 205,5 stig
  • Þúfur – 196 stig
  • Hrímnir/Hestklettur – 195 stig
  • Íbishóll – 179,5 stig
  • Hofstorfan /66°norður – 155 stig

Ráslisti kvöldsins

Nr. Knapi Hestur
Tölt T1 Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur
1 Elvar Einarsson Muni frá Syðra-Skörðugili
2 Þorsteinn Björnsson Eiður frá Hólum
3 Mette Mannseth Hannibal frá Þúfum
4 Kristján Árni Birgisson Kolgrímur frá Breiðholti, Gbr.
5 Klara Sveinbjörnsdóttir Hnota frá Þingnesi
6 Þórey Þula Helgadóttir Hrafna frá Hvammi I
7 Konráð Valur Sveinsson Tvífari frá Varmalæk
8 Katla Sif Snorradóttir Sæmar frá Stafholti
9 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Grettir frá Hólum
10 Bergur Jónsson Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum
11 Ingunn Ingólfsdóttir Ugla frá Hólum
12 Sigurður Heiðar Birgisson Bragi frá Efri-Þverá
13 Sigrún Rós Helgadóttir Grásteinn frá Hofi á Höfðaströnd
14 Þórgunnur Þórarinsdóttir Hetja frá Hestkletti
15 Barbara Wenzl Höfn frá Kagaðarhóli
16 Þórarinn Eymundsson Náttfari frá Varmalæk
17 Finnbogi Bjarnason Taktur frá Dalsmynni
18 Þorsteinn Björn Einarsson Hringaná frá Hofi á Höfðaströnd
19 Magnús Bragi Magnússon Leistur frá Íbishóli
20 Þorvaldur Logi Einarsson Hágangur frá Miðfelli 2
21 Erlingur Ingvarsson Dimmalimm frá Hrísaskógum
Flugskeið 100m P2 Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur
1 Elvar Einarsson Tvistur frá Garðshorni
2 Finnbogi Bjarnason Eðalsteinn frá Litlu-Brekku
3 Magnús Bragi Magnússon Sólrósin frá Íbishóli
4 Þórarinn Eymundsson Lukka frá Breiðholti, Gbr.
5 Vignir Sigurðsson Sigur frá Bessastöðum
6 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 2
7 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Alviðra frá Kagaðarhóli
8 Agnar Þór Magnússon Stirnir frá Laugavöllum
9 Mette Mannseth Vívaldi frá Torfunesi
10 Þórgunnur Þórarinsdóttir Sviðrir frá Reykjavík
11 Þorsteinn Björnsson Fála frá Hólum
12 Klara Sveinbjörnsdóttir Glettir frá Þorkelshóli 2
13 Sigurður Heiðar Birgisson Tign frá Ríp
14 Þorsteinn Björn Einarsson Gerpla frá Hofi á Höfðaströnd
15 Katla Sif Snorradóttir Djarfur frá Litla-Hofi
16 Ingunn Ingólfsdóttir Hrina frá Hólum
17 Kristján Árni Birgisson Krafla frá Syðri-Rauðalæk
18 Atli Freyr Maríönnuson Elma frá Staðarhofi
19 Jóhann Magnússon Píla frá Íbishóli
20 Bergur Jónsson Snædís frá Kolsholti 3
21 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar