Útfluttum hrossum fækkar á milli ára

  • 8. janúar 2026
  • Fréttir

Jökull frá Breiðholti í Flóa var sá einstaklingur sem hæsta aðaleinkunn hefur af þeim sem fluttur voru af landi brott í ár.

Ekki færri hross flutt út frá árinu 2013

Útfluttum hrossum frá Íslandi fækkar á milli ára en í ár voru þau alls 1.256 talsins, er þetta minnsti útflutningur hrossa frá árinu 2013.

Samkvæmt Worldfeng voru 1.318 hross flutt út árið 2024, árið 2023 voru þau alls 1.592 og árið 2022 voru þau 2.085 talsins. Metár í útflutningi var svo árið 2021 þegar hrossin voru 3.381 talsins.

Alls voru 590 hryssur fluttar út, 449 geldingar og 217 stóðhestar og þar af voru 131 þeirra með einkunnina 8,00 eða hærra í kynbótadómi. Flest hrossanna voru flutt til Þýskalands eða 555 talsins.

Hæst dæmda hrossið sem flutt var út í ár er stóðhesturinn Jökull frá Breiðholti í Flóa (Aðaleinkunn 8.81) sem fluttur var til Bandaríkjanna en hæst dæmda hryssan var Ísbjörg frá Blesastöðum II (Aðaleinkunn: 8.69) sem flutt var til Þýskalands.

 

Útflutt hross eftir löndum

Land Landheiti Fjöldi
AT Austurríki 113
AU Ástralía 2
BE Belgía 9
CH Sviss 95
DE Þýskaland 555
DK Danmörk 141
EE Eistland 2
ES Spánn 2
FI Finnland 11
FO Færeyjar 15
FR Frakkland 17
GB Bretland 10
GL Grænland 2
IT Ítalía 2
LI Lichtenstein 1
LU Lúxemborg 4
NL Holland 42
NO Noregur 40
SE Svíþjóð 113
SI Slóvenía 1
US Bandaríkin 79
Heildarfjöldi 1256

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar