Útilífstöltið á sunnudaginn í Meistaradeild æskunnar

  • 15. mars 2024
  • Fréttir
Það er komið að fjórða mótinu í Meistaradeild Líflands og æskunnar

Keppt verður í tölti T1 á sunnudaginn kemur í Lýsishöllinni í Víðidal. Mótið hefst kl. 12:00 og eru keppendur alls 44 í ellefu liðum.

Útilíf styrkir mótið veglega og gefur aukaverðlaun í úrslitasætin. Lífland er aðalstyrktaraðil mótaraðarinnar og hefur verið það frá upphafi.

Beint streymi verður frá mótinu í gegnum vef Eiðfaxa.

Kaffihúsið verður opið í reiðhöllinni á meðan á mótinu stendur og hægt að næla sér í kaffi og léttar veitingar á góðu verði.

„Allir velkomnir að kíkja við á sterkt mót framtíðarknapa í Víðidalnum á sunnudaginn!“ segir í tilkynningu frá stjórn deildarinnar.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar