Geisist áfram Geysir

6.850 kr.

Hestamannafélagið Geysir var stofnað 27. nóvember 1949 og var því 70 ára í nóvember sl. Saga Geysis, Geisist áfram Geysir, var gefin út af því tilefni. Helgi Sigurðsson, dýralæknir og sagnfræðingur tók bókina saman.

Í sögu Geysis er fjallað um hesta og hrossarækt í Rangárvallasýslu frá aldamótunum 1900. Sagt frá aðdraganda stofnunar félagsins, kappreiðum á upphafsárunum á Strönd og seinna Gaddstaðaflötum. Saga tamningastöðvar félagsins rakin og uppbygging og starfsemi félagsins á Gaddstaðaflötum gerð góð skil. Farið er vel yfir mótahald félagsins í gegnum árin, kappreiðar, gæðingamót, fjórðungsmót og landsmót og farið yfir helstu úrslit. Bókina prýða fjölmargar myndir frá þessum tíma.

Saga Geysis er fróðleg bók, í máli og myndum, og mikilvæg samantekt hvað varðar starfsemi Geysis og hrossarækt í Rangárþingi.

Flokkur: