Vegna hesta á goshættusvæðum
Eins og hjá öðrum íbúum landsins er hugur stjórnar og starfsmanna Landssambands hestamannafélaga hjá íbúum Grindavíkur á erfiðum tímum. Stjórn og starfsfólk sambandsins hvetur þá félagsmenn sína, sem tök hafa á, til þess að bjóða fram aðstoð sína við að flytja og hýsa hesta af svæðinu á meðan hættu- og óvissuástand ríkir. Hestafólk er þekkt fyrir samstöðu og hjálpsemi og telja má fullvíst að hestafólk víðs vegar um landið sé tilbúið til að leggja sitt af mörkum á þessum erfiðu tímum.
Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks LH,
Guðni Halldórsson, formaður.