Hestamannafélagið Léttir Vel heppnaðir fræðslufundir hjá Hestamannafélaginu Létti

  • 3. desember 2025
  • Fréttir
Fyrirlesarar gáfu vinnu sína og eiga miklar þakkir skildar

Núna í nóvember hélt hestamannafélagið Léttir tvær fræðslu uppákomur. Sú fyrri var keppnisnámskeið með þeim feðginum Ágústu Baldvinsdóttur og Baldvin Ara Guðlaugssyni.

Ágústa Baldvinsdóttir

Baldvin Ari Guðlaugsson

Fóru þau yfir þá helstu þætti sem dómarar horfa eftir í keppnissýningum knapa ásamt því að fara yfir almennar reglur og dómaleiðara í hestaíþróttum.

Hópurinn sem sótti keppnisnámskeið þeirra Baldvins og Ágústu

Sú seinni var fræðslu fyrirlestur með Gesti Páli Júlíussyni dýralækni og járningameistara. Gestur Páll fór yfir helstu atriði járninga og hófhirðu.

Gestur Páll Júlíusson

Fyrirlestarnir voru vel sóttir og skellti Léttir í vöfflur og boðið var upp á kaffi með þeim. Mikil ánægja var á meðal gesta og gáfu fyrirlesarar allir vinnu sína og eiga þakkir skildar fyrir starf sitt til þágu félaga sinna.

Svanur Berg Jóhannsson gæðir sér á vöfflu

„Við erum einstaklega lánsöm hér á svæðinu að hafa aðgang að öllu þessu hæfileikaríka og reynslu mikla fólki sem er tilbúið að gefa vinnu sína til félaga sinna og í þágu komandi kynslóða okkar hestamanna. Framlag þeirra er ómetanleg og við erum þeim einstaklega þakklát.“ Segir Edda Kamilla formaður fræðslunefndar Léttis.

Fræðslufyrirlestur Gests Páls Júlíussonar var vel sóttur

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar