Vel heppnuð folaldasýning í Svarfaðardal
Áhorfendur og ræktendur á sýningunni voru á öllum aldri
Folaldasýning Hrossaræktarfélags Svarfaðardals og nágrennis fór fram sunnudaginn 18. janúar og tókst afar vel. Alls tóku 35 folöld þátt í sýningunni og vöru margir fallegir gripir þeirra á meðal, það var Eyþór Einarsson sem sá um dómgæslu.
Athygli vakti að þrjú af sex efstu folöldunum voru undan Seðli frá Árbæ, en hann var í leigu hjá félaginu sumarið 2024.
Úrslit – hestar
-
Klaki frá Krossum
F: Seðill frá Árbæ
M: Aldís frá Krossum
Eigendur: Snorri Snorrason og Haukur Snorrason -
Blakkur frá Jarðbrú
F: Seðill frá Árbæ
M: Tara frá Jarðbrú
Eigendur: Elín S. Sveinbergsdóttir og Þorsteinn Hólm Stefánsson -
Skrýmir frá Brekku
F: Náttfari frá Varmalæk
M: Svarta Meyjan frá Hryggstekk
Eigandi: Guðröður Ágústsson
Úrslit – hryssur
-
List frá Grund
F: Hringur frá Gunnarsstöðum
M: Korka frá Litlu-Brekku
Eigandi: Anna Kristín Friðriksdóttir -
Hemra frá Brekku
F: Náttfari frá Varmalæk
M: Herma frá Hryggstekk
Eigandi: Guðröður Ágústsson -
Gletta frá Grund
F: Seðill frá Árbæ
M: Gjöf frá Grund
Eigandi: Friðrik Þórarinsson
Á meðfylgjandi mynd má sjá Klaka frá Krossum, sem sigraði hestaflokkinn.
Úr verðlaunaafhendingu
Hestar: Snorri Snorrason, Elín S. Sveinbergsdóttir og Guðröður Ágústsson. Með þeim stendur Valur Höskuldsson.

Hryssur: Rakel Sara Atladóttir (fyrir Önnu Kristínu), Guðröður Ágústsson og Friðrik Þórarinsson. Á myndinni eru einnig Magnús Þór Atlason og Freydís Dana Sigurðardóttir.

Hrossaræktarfélag Svarfaðardals og nágrennis rekur Facebook-síðu undir sama nafni. Félagið var stofnað árið 1980 og er eitt elsta hrossaræktarfélag landsins sem enn er starfrækt.
Til minningar um Ragnheiði Hrund
Nýr landsliðshópur kynntur
Aðalheiður og Flóvent vörðu titilinn