Landsamband hestamanna Vel heppnuð miðbæjarreið

  • 6. júní 2023
  • Fréttir

Mynd: Karólína Ingibjörg Sigurgrímsdóttir

Landssamband hestamannafélaga og Horses of Iceland héldu vel heppnaða Miðbæjarreið síðastliðinn laugardag. Reiðin vakti að venju töluverða athygli og höfuð margir safnast saman við Hallgrímskirkju til að sjá hestana og hlýða á Raddbandafélagið sem tók nokkur lög. Guðni Halldórsson formaður LH flutti ávarp og kynnti Landsmót 2024 sem haldið verður í Reykjavík. Áslaug Arna Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flutti einnig ávarp og leiddi reiðina ásamt Sigurbirni Bárðarsyni og Guðna Halldórssyni.

Frá Hallgrímskirkju hélt reiðin niður Skólavörðustíg og áleiðis niður Bankastræti og inn á Austurstræti, fram hjá Austurvelli, Vonarstræti og svo með fram Tjörninni. Allan tíma var fjöldi fólks að fylgjast með og ljóst að reiðin vakti gífurlega athygli þeirra sem voru á ferðinni um miðbæinn. Það var magnað að sjá hversu vel hestarnir okkar brugðust við hinu gífurlega áreiti sem var í bænum. Á sama tíma og reiðin hófst við BSÍ var flugsýning í gangi á Reykjarvíkur flugvelli með tilheyrandi flugvélagný, ekki var að sjá að það hefði nokkur áhrif á þau gæðahross sem þarna voru saman komin.

LH þakkar öllum þátttakendum sem tóku þátt í þessum skemmtilega viðburði. Við vonumst til að sjá ykkur aftur að ári.

 

www.lhhestar.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar