Hestamannafélagið Sörli Verðlaunahafar Hestamannafélagsins Sörla

  • 12. nóvember 2024
  • Fréttir

Ingibergur Árnason leggur Flótta frá Meiri-Tungu til skeiðs

Á vef hestamannafélagsins Sörla segir frá því að árshátíð félagsins hafi farið fram um síðust helgi, sem einnig var uppskeruhátíð. Þar voru veitt hin ýmsu verðlaun fyrir árangur ársins í ár.

Íþróttafólk Sörla hlaut þar verðlaun en Íþróttakarl Sörla er Ingibergur Árnason og íþróttakona þeirra er Ylfa Guðrún Svarsdóttir. Efnilegasti knapi Sörla var útnefnd Sara Dís Snorradóttir

Ingibergur átti góðu gengi að fagna í skeiðgreinum á Sólveigu frá Kirkjubæ og Flótta frá Meiri-Tungu. Hann á fjórða besta tíma ársins í 250 metra skeiði á Sólveigu frá Kirkjubæ sem þau settu á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks, 21,64 sekúndur. Þá varð hann m.a. í 2. sæti á Íslandsmótinu í 100 metra skeiði þar sem þau fóru á tímanum 7,33 sekúndum, en það er þriðji besti tími ársins.

Ylfa Guðrún stóð sig vel með hina ýmsu hesta í fjölmörgum keppnisgreinum. Hún reið Þór frá Hekluflötum í B-flokki og stóðu þau m.a. efst í úrslitum á úrtökumóti Sörla með einkunnina 8,73 í A-úrslitum. Hún stóð einnig ofarlega á Þór frá Hekluflötum bæði í tölti og fjórgangi á Hafnarfjarðameistaramótinu.Þá vann hún einnig 100 metra skeið á því sama móti á Straumi frá Hríshóli 1 auk þess að vera ofarlega á stöðulista í þeirri grein á tímanum 7,44 sekúndum.

Sara Dís er fjölhæfur knapi og keppni hún með góðum árangri á Djarfi frá Litla-Hofi í A-flokki og skeiðgreinum. Þá reið hún á Nökkvi frá Syðra-Skörðugili í B-flokki ungmenna og stóð sig vel.

Þá voru einnig verðlaunaðir knapar sem náðu góðum árangri í sínum keppnisflokkum.

Knapi Sörla í áhugamannaflokki er Kristín Ingólfsdóttir
Knapi Sörla í ungmennaflokki er Sara Dís Snorradóttir
2. verðlaun ungmennafokki Sigurður Dagur Eyjólfsson
3. verðlaun ungmennaflokki Júlía Björg Gabaj Knudsen
Efnilegasta ungmenni Sörla er Sara Dís Snorradóttir
Nefndarbikarinn í ár hlaut Kvennadeild.

Gullmerki voru veitt

Gullmerki Sörla fengu:
Pétur Ingi Pétursson
Svandís Magnúsdóttir

Hæst dæmdu hross í fullnaðardóm ræktuð af Sörlafélögum

Hæst dæmdi í flokki 4. vetra hestar Adrían frá Strönd með einkunina 7,98
Adrían er ræktaður af Antoni Haraldssyni

2.-3. sæti í flokki 5 vetra hryssur Blökk frá Þjórsárbakka með einkunina 8,07
Blokk er ræktuð af Haraldi Þorgeirsyni

2.-3. sæti í flokki 5 vetra hryssur Þöll frá Ragnheiðarstöðum með einkunina 8,07
Þöll er ræktuð af Helga Jóni Harðarsyni

Hæst dæmda í flokki 5 vetra hryssur Hetja frá Ragnheiðarstöðum með einkunina 8,55
Hetja er ræktuð af Helga Jóni Harðarsyni

3.sæti 5 vetra hestar Kjarval frá Skíðbakka með einkuninna 8,16
Kjarval er ræktaður af Jóni Vídalín Hinrikssyni

2.sæti 5 vetra hestar Háfeti frá Hafnarfirði með einkuninna 8,21
Háfeti er ræktaður af Bryndísi Snorradóttur

Hæst dæmdi í flokki 5 vetra hestar Mánasteinn frá Hafnarfirði með einkunina 8,29
Mánasteinn er ræktaður af Sævari Smárasyni

Hæst dæmda í flokki 6 vetra hryssur Dögg frá Unnarholti með einkunina 8,33
Dögg er ræktuð af Ásgeiri Margeirssyni

3.sæti 6 vetra hestar Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum með einkuninna 8,30
Hraunhamar er ræktaður af Helga Jóni Harðarsyni

2.sæti 6 vetra hestar Jökull frá Þjórsárbakka með einkuninna 8,40
Jökull er ræktaður af Haraldi Þorgeirssyni

Hæst dæmdi í flokki 6 vetra hestar Húni frá Ragnheiðarstöðum með einkunina 8,72
Húni er ræktaður af Helga Jóni Harðarsyni

3. sæti í flokki 7 vetra hryssur Lind frá Svignaskarði með einkunina 8,20
Lind er ræktuð af Oddnýju Mekkin Jónsdóttur

2. sæti í flokki 7 vetra hryssur Hnota frá Þingnesi með einkunina 8,28
Hnota er ræktuð af Þorsteini Eyjólfssyni og Valdísi Önnu Valgarðsdóttur

Hæst dæmda í flokki 7 vetra hryssur Veröld frá Lækjarbakka með einkunina 8,38
Veröld er ræktuð af Elínu Magnúsdóttur

 

Hæst dæmda hrossið í kynbótadómi ræktað af Sörlafélaga árið 2024 er hryssan Hetja frá Ragnheiðarstöðum með einkunina 8,55

Hæst dæmda hross í kynbótadómi í eigu Sörlafélaga árið 2024 er hryssan Hetja frá Ragnheiðarstöðum með einkunina 8,55

Sérstök verðlaun

Graðhestamannafélag Sörla fær verðlaun fyrir árangur sameignar þeirra, Ara frá Votumýri, sem var sýndur í flokki 7 vetra og eldri stóðhesta og komst inn á Landsmót með einkuninna 8,37.

Ásbjörn Helgi Árnason fær viðurkenningu fyrir glæsilegan árangur Dalvars frá Efsta-Seli sem er í hans eigu. Dalvar stóð efstur í flokki 4 vetra stóðhesta á Landsmóti 2024 með einkunina 8,42

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar