Verðlaunahafar Þyts

Jóhann Magnússon Ljósmynd: Eydís Ósk Indriðadóttir
Hestamannafélagið Þytur og HSVH héldu uppskeruhátíð sína um síðustu helgi þar sem veitt voru knapaverðlaun í hinum ýmsu flokkum auk Þytsfélaga ársins. Uppskeruhátíð barna og unglinga fer fram síðar í vetur.
Þytsfélagi ársins var valin Eydís Ósk Indriðadóttir sem hefur tekið myndir á öllum viðburðum félagsins síðustu ár og hlýtur fyrir það miklar þakkir.
Í flokki fullorðinna voru það Jóhann Magnússon, sem er knapi ársins í meistaraflokki. Birna Olivia Agnarsdóttir knapi ársins í 1.flokki og Ásta Guðný Unnsteinsdóttir í 2.flokki.

Birna Olivia ljósmynd: Eydís Ósk Indriðadóttir

Ásta Guðný Unnsteinsdóttir tekur við verðlaunum úr hendi Kolbrúnar Grétarsdóttur. Ljósmynd: Eydís Ósk Indriðadóttir
Guðmar Hólm Ísólfsson var knapi ársins í unglingaflokki og Eysteinn Kristinsson í flokki ungmenna.

Eysteinn Kristinsson Ljósmynd: Eydís Ósk Indriðadóttir

Guðmar Hólm Ísólfsson Ljósmynd: Eydís Ósk Indriðadóttir