Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum Vesturlandsdeild 2024

  • 9. nóvember 2023
  • Tilkynning

Ákveðið hefur verið að gera nokkrar breytingar á mótaröðinni fyrir komandi vetur. Að þessu sinni mun keppni fara fram á þremur kvöldum og verða keppnisgreinar V1, F1, T1 og skeið í gegn um höllina. Fer keppnin fram í opnum flokki og munu fimm dómarar dæma í hvert sinn.

Auglýst er eftir 1 – 2 liðum til viðbótar við þau sem þegar hafa tilkynnt sig til þátttöku. Fjöldi liðsmanna skal vera 3 – 5 en allir mega keppa, en 3 telja til stiga í liða – og einstaklingskeppni. Umsókn um þáttöku þarf að berast fyrir 16. nóv. n.k.

Allar nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason (kristgis@simnet.is).

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar