Vicky heldur titlinum í gæðingaskeiðinu

  • 13. júlí 2022
  • Fréttir

Efstu þrír í gæðingaskeiðinu Mynd: Ulrich Neddens, Eyja.net

Niðurstöður frá Þýskameistaramótinu

Vicky Eggertsson á Tandra frá Árgerði vann gæðingaskeiðið með einkunnina 8,46, sömu einkunn og eiginmaður hennar Beggi Eggertsson á Dynfara frá Steinnesi en þar sem hún var með betri einkunnir (hann betri tíma) hlítur hún fyrsta sætið. Þetta er í annað sinn sem Vicky sigrar greinina í röð en nú á nýjum hesti. Þriðja varð Steffi Plattner á Ísleifi vom Lipperthof með 8,29 í einkunn. Beggi var síðan líka í fjórða sæti á Besta frá Upphafi með 8,08 í einkunn.

Þýskameistaramótið heldur áfram á morgun þá með keppni í fimmgangi en fyrstur í braut er Kóki Ólason á Frama von Hrafnsholt en hægt er að horfa á mótið beinni á Alendis.is. Hér er hægt að sjá ráslistann

Niðurstöður úr gæðingaskeiðinu hér fyrir neðan:

DIM 2022 – PP1 Gæðingaskeið
1. Vicky Eggertsson – Tandri frá Árgerði – 8,46
2. Beggi Eggertsson – Dynfari frá Steinnesi – 8,46
3. Steffi Plattner – Ísleifur vom Lipperthof – 8,29
4. Beggi Eggertsson – Besti frá Upphafi – 8,08
5. Katharina Müller – Nona vom Heesberg – 7,58
6. Irene Reber – Mist frá Hrafnkelsstöðum 1 – 7,17
6. Jens Füchtenschnieder – Sproti vom Mönchhof – 7,17
6. Frauke Schenzel – Njála vom Kronshof – 7,17
9. Viktoria Große – Gimli vom Sperlinghof – 7,13
10. Anna-Alice Kesenheimer – Vídalín frá Hamrahóli – 7,04

11. Gerrit Venebrügge – Prins Valíant von Godemoor – 7,00
12. Isabelle Füchtenschnieder – Glóey frá Torfunesi – 6,92
13. Franziska Kraft – Bjalla frá Miðsitju – 6,88
14. Nina Kesenheimer – Krummi vom Pekenberg – 6,83
15. Celina Probst – Mjölnir vom Lipperthof – 6,79
16. Alexander Fedorov – Hrólfur frá Hafnarfirði – 6,75
16. Lisa Drath – Byr frá Strandarhjáleigu – 6,75
18. Leonie Hoppe – Fylkir vom Kranichtal – 6,63
19. Jonas Hassel – Trausti frá Þóroddsstöðum – 6,58
19. Helen Klaas – Víf van ´t Groote Veld – 6,58
21. Laura Richters – Óður frá Bjarnastöðum – 6,50
22. Viola Berning – Galsi vom Uhlenhof – 6,46
23. Felina Sophie Gringel – Leikari vom Teufelsmoor – 6,38
24. Elisa Schröder – Skeifa vom Mönchhof – 6,29
25. Sandra Schwartz – Nike von Wortmann – 6,21
25. Chrissy Seipolt – Dreki vom Wotanshof – 6,21
27. Charlotte Seraina Hütter – Kátína vom Graubachhof – 5,50
28. Julia Steinbjörnsson – Hervar von Faxaból – 5,46
29. Horst Klinghart – Anægja vom Lixhof – 4,71
30. Anna-Alice Kesenheimer – Viðar von Möllenbronn – 4,58
31. Lisa Sophie Ortuno Stühring – Elja vom Hollerbusch – 4,50
32. Patricia Grolig – Svikahrappur frá Borgarnesi – 4,25
33. Theresa Kleer – Blaeckur von Kleers Hof – 4,21
34. Christin Hotze – Árvakur frá Neðra-Skarði – 4,13
35. Ronja Klein – Tónn vom Ilpetal – 4,08
36. Ronja Marie Müller – Gulltoppur frá Stað – 4,04
36. Antonia Mehlitz – Ópal fra Teland – 4,04
38. Claudia Rinne – Hetja frá Bjarnastöðum – 4,00
39. Sophie Veltmann – Safír frá Efri-Þverá – 3,88
40. Inga Renzelmann – Aðall frá Hlíðarbergi – 3,50
41. Marilyn Thoma – Nói frá Stóra-Hofi – 3,46
42. Inga Müller – Léttfeti frá Reykjadal – 3,04
43. Julia Hehlert-Friedrich – Urð frá Skriðu – 1,96
44. Rico-Marvin Wieben – Djarfur vom Lækurhof – 1,75

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar